15.2.2018

Sunnudagaskólinn í Jónshúsi

Sunnudagaskólinn í Jónshúsi.

Eitt af föstum liðum sem eru á dagskrá  Jónshúss er Sunnudagaskólinn. Það eru þær stöllur Ásta, Katrín og Sóla sem standa að sunnudagaskólanum í samstarfi við íslenska prestinn í Danmörku sr. Ágúst Einarsson

Í vetur hafa foreldrar með börnin sín verið dugleg að sækja skólann. Sunnudagaskólinn er tvisar í mánuði og á heimasíðu Jónshúss má sjá hvaða sunnudaga skólinn er. 

Í Sunnudagaskólanum er sagðar sögur, brúðuleikur og sungið saman. Áður en haldið er heim á leið er boðið upp á djús, kaffi og köku og foreldrum gefst tækifæri á að spjalla meðan börnin lita og leika sér.

Næst er sunnudagaskóli sunnudaginn 18.febrúar kl. 13:00.