Það verður mikið um að vera í Jónshúsi um helgina
Laugardagur 22. febrúar
11:00 Krakkakirkja
- Eftir stundina förum við í leiki og föndrum fyrir öskudaginn.
- Söngur, gleði og gaman!
- Annan hvern laugardag verður mikið fjör í "sunnudaga"skólanum í Kaupmannahöfn. Við ætlum að syngja og dansa, hlusta á sögur og eiga notalega stund saman.
- Eftir stundina verður boðið upp á hressingu og huggulegheit þar sem krakkarnir geta litað og leikið sér saman.
14:00 Tarotspila norrænna goðsagna
Laugardaginn 22. febrúar mun Kristín Ragna Gunnarsdóttir, rithöfundur, teiknari og höfundur Tarotspila norrænna goðsagna, segja frá tilurð spilanna og táknmáli þeirra í Jónshúsi í Kaupmannahöfn kl. 14 - 16.Verið öll velkomin!Aðgangur ókeypis og heitt á könnunni. Tarotspil norrænna goðsagna verða til sölu á staðnum. Spilin er einnig hægt að kaupa og fá heimsend á bokabeitan.is.Kristín Ragna hefur lengi verið hugfangin af norrænum goðsögnum og mörg verka hennar spretta úr þeim brunni. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands, er með BA-próf í bókmenntafræði og MA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands. Verk hennar hafa verið tilnefnd til margskonar verðlauna og hún hefur hlotið Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang fyrir bækurnar Örlög guðanna og Hávamál. Kristín Ragna hefur einnig hannað og teiknað nokkra myndrefla sem byggjast á Íslendingasögum m.a. Njálurefilinn.
18:30 Úrslitakvöld fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins
Venju samkvæmt heldur Kvennakórinn Dóttir upp á þrusu úrslitakvöld fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins í Jónshúsi laugardaginn 22.febrúar.Húsið opnar kl. 18:30 og verður boðið upp á pub quiz ásamt veigum gegn vægu gjaldi. Síðar um kvöldið vörpum við keppninni í beinni. Þar sem þetta er fjáröflun á vegum kórsins viljum við biðja ykkur að virða það að skilja eigin veigar eftir heima.Taktu vini þína með og sameinumst í geggjuðu stuði til heiðurs framtíðar-júróstjörnu Íslands.
Hlökkum til að sjá ykkur - lofum brjáluðu stuði eins og allta
Sunnudagur 23. febrúar
10:30 Fermingarfræðsla
11:00 AA- fundur
13:00 Íslensk messa í Esjas kirkju
Við hlökkum til að sjá sem flesta í notalegri stund.
Séra Sigfús Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari,
Kjartan Jósefsson Ognibene leikur á orgelið og leiðir tónlistina.
Staka syngur og leiðir safnaðarsöng. Njótum þess að syngja saman, biðja og hlusta á hugleiðingu.
14:15 Pönnukökukaffi
Pönnukökukaffi á sunnudegi.Upplagt að leggja leið sína í Jónshús eftir messu í Esjaskirkju og gæða sér á nýbökuðum pönnukökum.Verð 50 kr. og allur ágóði rennur til Íslenska safnaðarins í Danmörku.Vinsamlega hakið við mætingu hér.