Þar lá mín leið
Þar lá mín leið er nýr söngleikur eftir Ólínu Ákadóttur og Steinunni Maríu Þormar sem byggður er á verkum Jórunnar Viðar. Söngleikurinn fjallar um unga konu, Huldu, sem fetar sig á braut ástarinnar og ræktar sambönd við sig og aðra.
Verið velkomin á nýjan söngleik sunnudaginn 7. september kl. 14 í Jónshúsi
Þar lá mín leið er nýr söngleikur eftir Ólínu Ákadóttur og Steinunni Maríu Þormar sem byggður er á verkum Jórunnar Viðar. Söngleikurinn fjallar um unga konu, Huldu, sem fetar sig á braut ástarinnar og ræktar sambönd við sig og aðra.
Verk Jórunnar Viðar eru fjölbreytt og skemmtileg, sum létt og leikandi en önnur tilfinninga þrungin og djúp. Söngleikurinn býður upp á ferska túlkun á verkum hennar og setur þau í nýtt samhengi.
Flytjendur: Ólína Ákadóttir og Steinunn María Þormar
Allir velkomnir
Aðgangur ókeypis
Nánar um söngleikinn
https://www.instagram.com/tharlaminleid/profilecard/?igsh=MW1pM3BxbG9jMXFvZw==
Um listakonurnar Ólínu og Steinunni Maríu
Ólína Ákadóttir er ungur og efnilegur píanóleikari. Hún lauk bachelornámi við Tónlistarháskóla Noregs með eins árs skiptinámi í Tbilisi í Georgíu. Haustið 2025 mun hún hefja meistaranám í Konservatoríunni í Kaupmannahöfn. Ólína kemur reglulega fram á ýmsum tónlistarhátíðum ásamt sjálfstæðum verkefnum. Árið 2024 var hún sigurvegari í keppninni Ungir einleikarar og kom fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kjölfarið.
Steinunn María Þormar er sópransöngkona og sellóleikari. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með bakkalárgráður í hljóðfæraeinleik og söng. Hún er nú búsett í Kaupmannahöfn og stundar meistaranám í söng við Konunglegu dönsku tónlistarkonservatoríuna. Steinunn hefur tekið þátt í ýmsum viðburðum, til dæmis Seiglu og Englar og menn, auk þess að hafa tekið þátt í öðrum sjálfstæðum verkefnum.