Þjóðhátíð
Þjóðhátíðardagur Íslendinga í Danmörku verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 14. júní á Femøren, Amagerströnd. Svæðið opnar klukkan 11:00 og formleg dagskrá hefst upp úr klukkan 12:00.
Við bjóðum upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hljómfagur kórsöngur frá karlakórnum Fóstbræðrum mun hljóma yfir svæðið, en kórinn kemur sérstaklega frá Íslandi til að flytja nokkur vel valin lög.
Fjallkonan í ár er engin önnur en Ragga Nagli, eða Ragnhildur Þórðardóttir, sem margir þekkja fyrir sín áhrifamiklu innlegg um líkamsímynd, heilsu og sjálfsstyrkingu.
Við hlökkum til að heyra hennar innblásnu orð á hátíðardeginum.
Það verður ýmis afþreying fyrir börnin, eins og leikir og andlitsmálning, og auðvitað verður hægt að næla sér í íslenskar pylsur, drykki og gott íslenskt nammi.
Ræðuhöld, tónlist og góð stemning fylgja deginum, og við krossum fingur fyrir sólríku veðri en við lofum gleði í hvaða veðri sem er!
Við hlökkum til að sjá ykkur öll
Þessi dagur er fyrir okkur öll sem berum hlýjan hug til Íslands, hvar sem við búum í dag.
Sjá meira hér: https://fb.me/e/6hB3B7tREKærar kveðjur,Stjórn ÍFK