Þjóðhátíðardagur Íslands var fagnað í Tivoli, fjórða árið í röð.
Þjóðhátíðardagur Íslands var fagnað í Tivoli, fjórða árið í röð.
Garðurinn var fallega skreyttur íslenska fánanum og handprjónuðum veifum úr íslenskri ull í fánalitunum. Í ár var sú nýbreytni að íslensk börn búsett í Kaupmannahöfn skreyttu veifur með þæfðri ull sem bætt var í safnið. Nú prýða 3000 veifur Tivoli á 17. júní.
Dagur heppnaðist vel, fjölbreytt dagskrá var í boði. Fjöldi fólks lagði leið sína í Tívolí.
Pétur Ásgeirsson sendiherra flutti opnunarávarp.
Karlakórinn Fóstbræður, elsti karlakór Íslands.
Hátíðarkórinn, sem samanstendur af fjórum íslensku kórunum sem starfræktir eru í Kaupmannahöfn og æfa vikulega í Jónshúsi, þeim Dóttur, Eyju, Hafnarbræðrum og Stöku. Óvænt ánægja og einkar falleg stemning myndaðist þegar Hátíðarkórinn og Fóstbræður tóku höndum saman og fluttu lagið Brennið þið vitar, og síðan þjóðsöng okkar Íslendinga, Lofsöng, með þátttöku gesta.
Á Plænen var líka íslenskur markaður þar sem íslensk fyrirtæki kynntu starfsemi sína og seldu vörur. Var gestum og gangandi einnig boðið upp á að taka þátt í að filta Ísland með íslenskri, þæfðri ull.
JóiPé og Króli trylltu svo lýðinn á Orangeriet sviðinu kl 19:00 ásamt danska tónlistarmanninum Usse, og lauk kvöldinu svo á tónleikum Helga Björnssonar ásamt Tivoli Late Night Orchestra á stóra sviðinu á Plænen við mikinn fögnuð viðstaddra.