19.12.2023

Þrettándagleði í Jónshúsi

Karlakórinn Hafnarbræður og Katla kennsla og ráðgjöf kynna:Þrettándagleði í Jónshúsi

Dagskrá:
13:00 Þrettándahlaup eða fjölskylduganga.
- Hlaupið verður frá jónshúsi. Hlaupaleiðin er ca. 4,5 km.
- Fjölskyldugangan verður í Østre anlæg.13:00 - 15:00 Jólasveinar og Grýla verða á vappinu í kringum
Jónshús og Østre anlæg.14:00 - 16:00 Fjölbreytt dagskrá í Jónshúsi:
- Tónlistaratriði í boði Karlakórsins Hafnarbræðra og Arnar
Arnar.
- Þrettándaquiz.
- Íslensk verkefna- og þrautahefti fyrir börn.
- Sögustund með Skafta Jónssyni.Miðinn kostar 75.- en það er frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Innifalið í miðaverðinu er SS pylsa og kók/safi (vegan og/eða glútenfríar pylsur verða í boði).Hægt verður að kaupa JÖKLA rjómalíkjör, léttvín, bjór, gos, safa og aðrar léttar veitingar.Kaupa miða hér.