29.5.2024

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Fræðimenn sem fengu úthlutun eru:

  • Árni Heimir Ingólfsson, til að vinna að rannsókn á söguhandritinu Melódíu (Rask 98) í Árnasafni í Kaupmannahöfn.
  • Ásrún Matthíasdóttir, til að rannsaka gæði menntunar á tímum gervigreindar.
  • Bogi Ágústsson, til að vinna verkefnið „Leitin að Søren“, sjónvarpsþátt um samband Dana og Íslendinga.
  • Guðrún Nordal, til að vinna verkefnið „Tími skáldanna“.
  • Gunnar Helgi Kristinsson, til að vinna rannsókn um samhæfingu ríkisstjórna á Norðurlöndum.
  • Gunnlaugur Björnsson, til að vinna að rannsókn á aðdraganda og upphafi samfelldra jarðsegulsviðsmælinga á Íslandi.
  • Lilja Árnadóttir, til að vinna að verkefni um gerð og varðveislu kirkjulistaverka frá miðöldum á Íslandi.
  • Magnús Gottfreðsson, til að vinna rannsókn á HIV og lifrarbólgu á Íslandi í samanburði við Norðurlönd.
  • Rósa Magnúsdóttir, til að vinna verkefnið „Konur taka pláss: Rými og næði róttækra kvenna í köldu stríði“.
  • Sigrún Magnúsdóttir og Dagbjört Höskuldsdóttir, til að vinna verkefnið „Hylur þig lygi heimurinn“.
  • Stefán Már Stefánsson, til að vinna að endurskoðun ritsins Hlutafélagaréttur.
  • Sumarliði R. Ísleifsson, til að vinna verkefni um Grænlendinga á Ísafirði árið 1925 og hlutverk danska prófastsins C.W. Schultz-Lorentzen.


Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor emeritus, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfsmaður nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, sviðsstjóri samskipta- og alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis.

Næst verður auglýst eftir umsókun í október 2024 nánari uppýsingar hér.