Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2025 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 58 gildar umsóknir.
Fræðimenn sem fengu úthlutun eru:
- Alma Dís Kristinsdóttir, til að vinna að bók um faglega nálgun í fræðslumálum fyrir starfsfólk lista-, minja- og náttúruminjasafna.
- Bryndís Eva Birgisdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið: „Symbiosis – Human Microbial Relations in Everyday Life – An Intervention with Fermented Food“.
- Brynja Þorgeirsdóttir, til að vinna rannsókn á forníslenskum lækningabókum á Árnasafni í Kaupmannahöfn.
- Eiríkur Bergmann, til að vinna að samanburðarrannsókn á þróun íslenskrar og danskrar þjóðernishyggju – með áherslu á Kaupmannahöfn sem vettvang hugmyndafræðilegrar deiglu.
- Hjörleifur Stefánsson, til að vinna verkefni um íslenskar sundlaugar frá fyrri hluta 20. aldar.
- Hrefna Róbertsdóttir, til að vinna að verkefni sem ber heitið: „Danskir einokunarkaupmenn á Íslandi 1602–1787. Heimildir til búsetusögu þeirra á verslunarstöðum“.
- Jóhanna Einarsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Leikskólastarf framtíðarinnar: Að styrkja leikskólabörn á Norðurlöndum til félagslegrar seiglu eftir Covid-19“.
- Karítas Hrundar Pálsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið: „Bókmenntir á einföldu máli“.
- Magnús Þorkell Bernharðsson, til að vinna að verkefni sem ber heitið: „Kvótaflóttafólk frá Írak og Sýrlandi: Samanburður á Íslandi og Danmörku“.
- Matthías Aron Ólafsson, til að vinna verkefni sem ber heitið: „Governing and Policing the Danish Oldenburg Empire with Investigative Commissions Across the Atlantic World and Asia, c. 1680–1780“.
- Rannveig S. Sigurvinsdóttir, til að vinna verkefni um dómsal í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Norðurlöndum.
- Salvör Nordal, til að vinna verkefni um lýðræðislega þátttöku barna og áhrif þeirra á ákvarðanatöku stjórnvalda.
- Sigrún Eldjárn, til að vinna verkefni sem ber heitið: „Myndræn skrásetning mikilvægra smáatriða í hjarta Kaupmannahafnar“.
- Tryggvi Gunnarsson, til að vinna verkefni um opinbert eftirlit, reglur stjórnsýsluréttar og töku þjónustugjalda.
Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor emeritus, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfsmaður nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, sviðsstjóri samskipta- og alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis.