• Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

15.12.2022

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2023

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð fyrir árið 2023. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 39 gildar umsóknir. Fræðimenn sem fengu úthlutun eru eftirtalin:

  • Ásta Svavarsdóttir og Tómas R. Einarsson, til að vinna annars vegar verkefni um málnotkun í persónulegum bréfum á 19. öld með áherslu á unga málnotendur, og hins vegar verkefni um djasslíf í Kaupmannahöfn 1980 og 1983–1984.
  • Björn B. Björnsson, til að undirbúa þáttagerð um um fólk sem tekið var af lífi á Íslandi 1550–1830 undir verkefnisheitinu „Dauðadæmd“.
  • Guðjón Ragnar Jónasson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Undir regnboganum“, um samfélag homma í Kaupmannahöfn og hinsegin orðræðu í dönskum framhaldsskólum.
  • Gunnar Steinn Jónsson, til að vinna að verkefni um endurskoðun á tegundarheitum þörungagróðurs í Þingvallavatni í sögulegu samhengi við danskar vísindarannsóknir.
  • Halla Bogadóttir, til að vinna verkefni um gripi íslenskra gull- og silfursmiða í Kaupmannahöfn.
  • Kristín Bjarnadóttir, til að vinna verkefni um norrænt samstarf um endurskoðun stærðfræðikennslu 1960–1967.
  • Kristín Svava Tómasdóttir, til að vinna verkefni um Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og baráttukonu fyrir réttindum kvenna, í Kaupmannahöfn.
  • María Rún Bjarnadóttir, til að vinna að rannsókn á meðferð net- og tölvubrota.
  • Ólafur Páll Jónsson, til að vinna verkefni um sjálfbærnimenntun á Norðurlöndum.
  • Ólafur Þór Ævarsson, til að vinna verkefni um streitu á Norðurlöndum.
  • Sumarliði R. Ísleifsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Bræðrareglan Herrnhútar á Íslandi 1739–1743 og textar Ludvig Harboe“.
  • Valgerður Sólnes, til að vinna að verkefni um skaðabótaábyrgð hins opinbera.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor emeritus, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.