22.11.2024

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2025

Fræðimenn sem fá úthlutun eru eftirtalin:

  • Bjarki Sveinbjörnsson, til að vinna verkefni um fyrsta íslenska óperusöngvarann og tengsl íslenskra tónlistarmanna við dönsk tónskáld í lok 19. aldar.
  • Clarence E. Glad, til að vinna að ævisögu Sveinbjarnar Egilssonar (1791–1852).
  • Erla Dóris Halldórsdóttir, til að vinna verkefni um Hallgrím Jónsson Bachmann, fyrsta fjórðungslækni í Vestfirðingafjórðungi árið 1766.
  • Karl Axelsson, til að rannsaka lagaumhverfi eignarnáms í norrænu samhengi.
  • Katelin Parsons, til að vinna verkefni sem ber heitið „Nú er ei hugurinn heima: Stefán Ólafsson í Kaupmannahöfn“.
  • Kristín Ólafsdóttir, til að rannsaka mengunarefni í Íslendingum, í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir, mataræði og lífsstíl.
  • María Karen Sigurðardóttir, til að vinna að samanburðarrannsókn á tegundum efnaskemmda á ljósmyndaglerplötum í myndasafni Magnúsar Ólafssonar (1862–1937) og Peter Elfelt (1866–1931).
  • Margrét Hallgrímsdóttir, til að rannsaka skjallegar heimildir um starfsemi Viðeyjarklausturs 1226–1539.
  • Stefán Hrafn Jónsson, til að vinna að rannsókn á algengi og eðli galla í nýbyggðum fjölbýlishúsum á Íslandi og samanburði á regluverki og framkvæmd í Danmörku.
  • Snjólaug Árnadóttir, til að kanna skyldu til kolefnisbindingar í hafi samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.
  • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, til að vinna að verkefni sem ber heitið „Jafnréttisparadísin Ísland – erum við svo miklu betri en öll hin?“.
  • Sveinbjörn I. Baldvinsson, til að vinna að verkefni sem ber heitið „Líf – saga – bygging – Handbók um líf og starf handritshöfundarins“.
  • Vigdís Jónsdóttir, til að vinna verkefnið „Þingmannaför 1906“.
  • Þórunn Sigurðardóttir, til að rannsaka Dyggðaspegill í NKS 2775 4to; Archive Arnamagnæana.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor emeritus, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfsmaður nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, sviðsstjóri samskipta- og alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis.