16.11.2021

Við erum öll öðruvísi

Myndir frá opnun hér.

Aðeins um sýninguna og listamennina

Þetta skrifa þau Fjóla og Trausti á facebook, þar sem viðburðurinn er kynntur, eins og hér má sjá:

„Eins og titill sýningarinnar vísar í, þá erum við svo sannarlega öll öðruvísi þó við viljum stundum meina að við séum eins. Þá kemur stóra spurningin eins og hver eða hvað? Við ætlum að leyfa þér kæri áhorfandi að ákveða hvort þú sért öðruvísieins eða bara öðruvísi og kannski finnur þú þig á vegg í Jónshúsi 13. Nóvember.

Í verkum Fjólu er það húmorinn og litagleði sem ráða ríkjum, og má þar nefna karktera eins og Gleðigjafann mikla og margar aðrar skrítnar skrúfur. Fjóla er mikill húmoristi og er mjög fljót að sjá spaugilegu hliðina á lífinu og þá sérstaklega því sem viðkemur að henna sjálfri og gerir hún óspart grín af sjálfri sér sem endurspeglast í verkum hennar. Enda gætu margir að þessum karakterum verið hún sjálf á einhverjum tímapunktum í lífinu, segir Fjóla.

Fjóla Jóns er fædd og uppalin í Keflavík, en er búsett í Kaupmannhöfn í dag. Fjóla nam myndlist við Myndlistarskólann í Reykjavík, ásamt því að hafa verið undir handleiðslu margra frábærra listamanna og má þar m.a nefna Kjartan Guðjónsson og Reynir Katrínar.

Trausti Traustason (Tson)

Trausti er reyndar ekki eins skemmtilegur og Fjóla segir hann og hlær, en hafa þau unnið að list og búið saman í níu ár.

Innblástur í verk sín fær Trausti fyrst og fremst úr náttúrunni enda er hann mikill dýravinur og náttúruverndarsinni. Flest verka hans einkennast af mikilvægi þess að allt í náttúrunni hafisinn tilgang og þurfum við nú sem aldrei fyrr að aðlaga okkur að henni en ekki náttúran að okkur, því ef hringur lífskeðjunnar deyr, deyjum við með.

"Only when the last tree has died and the last river has been poisoned and the last fish has been caught will we realize that we can not eat money."
– Chief Seattle

Trausti er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og er búsettur í Kaupmannahöfn í dag. Trausti útskrifaðist frá MHÍ árið 1987.

Fjóla og Trausti hafa sett upp fjölda einka- og samsýningar.“