• Hildur Þórisdóttir
    Hildur flytur erindi um "hverfismæður"

8.3.2016

Viðburðarík og skemmtileg helgi að baki

 

Það var fjöldi fólks sem lagði leið sína í Jónshús um helgina auk fastra dagskráliða var meðal annars boðið upp á tvö námskeið og sunnudagskaffihlaðborð.

 

Hjörtur Smárason og Inga Rós Antoníusdóttir voru með námskeið í Digitalsorytelling, eða með örðrum orðum hverning er best að markaðsetja sig á samfélgsmiðlum. 

 

 IMG_3879

 

Þorbjörg Hafsteinsdóttir var með námskeið fyrir konur, þar sem hún var að kenna konum hvaða leið er gott að fara til að komast í gott jafnvægi, bæði líkamlega og andlega.

IMG_3882

Á sunnudaginn var sunnudagskaffi í umsjón Karmmerkórsins Stöku .  Það er löng hefð fyrir því að bjóða upp á sunnudagskaffihlaðborð að lokinni guðsþjónustu í Sankt Pauls kirkju.  Kvennakórinn í Kaupmannahöfn og Kammerkórinn Staka skipta með sér verkum þessa sunnudaga þegar það er guðsþjónusta.  Annar kórinn syngur við messuna og hinn kórinn sér um kaffið. 

Kórarnir leggja mikla vinnu í að bjóða upp á góðar veitingar, og það er auðveldast að líka þessu við fermingarveislu á Íslandi.  Alltaf boðið upp á heita brauðrétti, pönnukökur og íslenskar hnallþórur, allir velkomnir.

Sunnudagskaffi

Í gær, mánudaginn 7.mars fjölmenntu konur í Jónshús, þar var tekið forskot á alþjóðlengan baráttudag kvenna. Þetta var 9 árið sem íslenskar konur í Kaupmannahöfn koma saman í tilefni 8.mars.

Dagskrá var með hefðbundu sniði. Kvennarkórinn söng nokkur lög og sá um veitingar. Að vanda var boðið upp á bökur og salat.

Hildur Þórisdóttir hélt mjög áhugavert erindi þar sem  hún  sagði okkur frá verkefni sem hún er að vinna að.  Hún er verkefnastjóri (boligsocial medarbejder) hér í Kaupmannahöfn, meðal annars með innflytjenda- og flóttakonum í Søndermarkskvarteret á Frederiksberg, í gegnum verkefni sem kallast Bydelsmødrene (http://bydelsmor.dk/).

 

IMG_3940Næstu helgi er sunnudagaskóli klukkan 13:00. Á sunnudaginn á að hlusta á sögu, syngja, fara með bænir og kanna hvað Nebbi er að bralla. Rebbi og Mýsla koma í heimsókn, það verður gaman að heyra hvort Rebbi urri mikið þegar hann kemur til okkar.

Eftir stundina verður boðið upp á  smá hressingu fyrir fullorna og börn, og tækifæri fyrir börnin að púsla, lita og hafa það huggulegt. 

Hægt er að fá nánari upplýsingar um safnaðarstarf kirkjunnar í Danmörku á www.kirkjan.dk. og á Facebooksíðunni Íslenski söfnuðurinn í Danmörku.

Allir velkomnir, Katrín, Vera, Snædís, Ásta og Sr. Ágúst

 

Páskabingó 

Sunnudaginn 20. mars er svo hið geisivinsæla páskabinó.  Íslendingafélgagið sér um þennan viðburð. Kaupa þarf bingóspjald í forsölu,  gera má ráð fyrir því að það verði uppselt í ár eins og undanfarin ár.

Hér er hægt að kaupa bingóspjald á mjög vægu verði.