Móðurmálsskólinn
Íslensk börn í 0. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu í Jónshúsi og á Amager í Íslandsbryggjuskóla (SIB).
Móðurmálskennsla
Íslensk börn í 0. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu í Jónshúsi og í skólanum, Skolen på Islands Brygge.
Börn sem eru
búsett í Kaupmannahöfn og eru að byrja í 0.bekk haka við, að þau vilji kennslu
í íslensku (í sínu móðurmáli) og eiga trygga skráningu. Annað gildir um þá sem
eru utan Kaupmannahafnar þau þurfa að skrá sig í gegnum skólann sinn (sína
kommunu). Þetta kostar ekkert fyrir nemendur, en bæjarfélögin eiga að greiða
fyrir þá sem eru utan Kaupmannahafnar. Það þarf að skrá nemendur fyrir miðjan
júní.
Móðurmálsskólann í íslensku veturinn 2025-2026
Fyrirkomulagið er eins og síðasta vetur kennt í Jónshúsi á þriðjudögum og í Íslandsbryggjuskóla á miðvikudögum.
Kennsla hefst
- 0 - 2 bekkur þriðjudaginn 12. ágúst í Jónshúsi í oddatöluviku kl.15. - 17:30, í viku 33.
3.-9. bekkur þriðjudaginn 19. ágúst í Jónshúsi í sléttutölu vikum, kl.15 - 18, í viku 34. - Miðvikudaginn 13. ágúst í Íslandsbryggjuskóla SIB (Skolen på Islands Brygge), Bassisskolen, Artillerivej 57, sama stofa og síðast í byggingu 5, stofa 582. Kl.15 -17. í viku 33.
Að auki verða farnar safnaferðir og gert annað skemmtilegt fyrir utan þessa daga sirka 2-3 á önn.
Nemendur mæti með pennaveski, nesti og góðaskapið.
Hlakka til að sjá ykkur Marta Sævarsdóttir
PS:
Verkefni fyrir foreldra er að nota öll tækifæri sem gefst til að tala við barnið á íslensku. Því þau læra mest þegar málið er notað daglega. Ef þið hafið e.h. spurningar þá endilega sendið mér þær í skilaboðin (massenger).
Athugið að kennsla fer fram annan hvorn þriðjudag, auk þess eru dagar þar sem t.d er farið á safn, í dýragarðinn og jólapiparkökudagur einn laugardag fyrir jólin..ofl.Ath. Ætlast er til að barnið skilji íslensku, að það sé mál sem það heyrir reglulega. Kennslan fer fram á íslensku.
Ef þið viljið fá að vita meira varðandi skráningu á barni eða e.h. er óljóst varðandi skráningu á barni. Þá getið þið haft samband við Anouk ritara Móðurmálsskólans í Kaupmannahöfn (Tove DitIevsens Skole).
Googlið, Modermålsskolen i København Modersmålsskolen (aula.dk) þar eru upplýsingar um skráningu og líka fyrir þá sem tilheyra annari kommunu.
Kærar kveðjur Marta Sævarsdóttir, kennari í íslensku hjá Móðurmálsskólanum
Kaupmannahafnar Kommunan býður börnum á grunnskólaaldri sem eru með lögheimili í Kaupmannhöfn upp á ókeypis móðurmálskennslu. Börn sem búa í ekki í Kaupmannhöfn hafa líka rétt á þessari kennslu, en þurfa sækja um hjá sinni Kommunu.
Hægt er líka að hafa samband við Anouk hjá Modermålsskolen (Tove Ditlevsskole) inni á AULA,
Nánari upplýsingar á heimasíðu kk.dk
Markmið Móðurmálsskólans eru:
- Að æfa og örva íslenskukunnáttu nemenda í máli og skrift.
- Að byggja ofan á skilning á málinu í tali, lestri og skrift.
- Að veita nemendum aðgang að námsefni og upplýsingum á íslensku.
- Að vekja áhuga nemenda á íslenskri menningu, sögu og hefðum.
Lagt er áhersla á fjölbreytt og skemmtilegt skólastarf, með skapandi verkefni og leik að leiðarljósi.