• 20160421_175321-1
    20160421_175321-1

Dansk-Islandsk Samfund hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2016

Verðlaun Jón Sigurðssonar féllu að þessu sinni í hlut félagsins Dansk-Islandsk Samfund. Dansk-Islandsk Samfund starfar bæði á Íslandi og í Danmörku og hefur í 100 ára sögu sinni verið mikilvægur vettvangur til að rækta náin samskipti þjóðanna á sviði mennta og menningar, fræðslu og upplýsingar, með ótal viðburðum, fyrirlestrum, hátíðum, úthlutun námsstyrkja og útgáfustarfi.

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 21. apríl 2016, á sumardaginn fyrsta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.  Einar Kárason rithöfundur var aðalræðumaður að þessu sinni og flutti erindi um vestfirskar hetjur, fyrr og nú.

Verðlaunin féllu að þessu sinni í hlut félagsins Dansk-Islandsk Samfund sem fagnar aldarafmæli árið 2016. Dansk-Islandsk Samfund starfar bæði á Íslandi og í Danmörku og hefur í 100 ára sögu sinni verið mikilvægur vettvangur til að rækta náin samskipti þjóðanna á sviði mennta og menningar, fræðslu og upplýsingar, með ótal viðburðum, fyrirlestrum, hátíðum, úthlutun námsstyrkja og útgáfustarfi. 

Steen Lindholm, formaður félagsins í Danmörku, og Páll Skúlason, formaður Íslandsdeildar Dansk-Islandsk Samfund, veittu verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins.