Dr. phil. Pétur M. Jónasson hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta 2012
Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2012 hlýtur dr. phil. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus. Hann hefur með framúrskarandi fræðistörfum á sviði vatnalíffræði í Danmörku og á Íslandi lagt fram mikilvægan skerf til að styrkja vísindasamstarf þjóðanna.
Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn í gær, á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 2012. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Alþingi veitir verðlaunin í minningu starfa Jóns forseta í þágu Íslands og Íslendinga.
Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2012 hlýtur dr. phil. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus. Hann hefur með framúrskarandi fræðistörfum á sviði vatnalíffræði í Danmörku og á Íslandi lagt fram mikilvægan skerf til að styrkja vísindasamstarf þjóðanna. Jafnframt var Pétur um árabil í forustu Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn sem stóð að merkum útgáfum í forsetatíð hans. Fyrir það hlýtur hann Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2012.
Verðlaunin hafa áður hlotið:
2011: Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
2010: Søren Langvad byggingarverkfræðingur.
2009: Erik Skyum-Nielsen bókmenntafræðingur.
2008: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.