• Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2015 afhent.
    Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2015
    Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, afhendir Sigríði Eyþórsdóttur, tónlistarmanni og kórstjóra, Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2015.

Sigríður Eyþórsdóttir hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2015

Verðlaun Jón Sigurðssonar féllu að þessu sinni í hlut Sigríðar Eyþórsdóttur, tónlistarmanns og kórstjóra, fyrir framlag hennar til Íslandskynningar í Danmörku með bókmenntakynningum og tónlistarflutningi.

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 23. apríl, á sumardaginn fyrsta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.

Verðlaunin féllu að þessu sinni í hlut Sigríðar Eyþórsdóttur, tónlistarmanns og kórstjóra, fyrir framlag hennar til Íslandskynningar í Danmörku með bókmenntakynningum og tónlistarflutningi.  Þá hefur Sigríður látið mikið til sín taka á fjölbreyttu sviði menningar- og félagsmála meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn og nágrenni á undanförnum árum og verið öflugur málsvari menningartengdrar starfsemi í Jónshúsi.

Aðalræðumaður á hátíðinni var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og flutti hann erindi sem hann nefndi  „Hugsjónir og peysuskapur“.  Ræðuna má lesa í heild sinni hér.