Verðlaun Jóns Sigurðssonar féllu að þessu sinni í hlut Tryggva Ólafssonar myndlistarmanns.
Hátið Jóns Sigurðssonar var haldin 19. apríl 2018, á sumardaginn fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta og Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur flutti hátíðarræðu dagsins.
Hátið Jóns Sigurðssonar var haldin 19. apríl, á sumardaginn fyrsta.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta og Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur flutti hátíðarræðu dagsins.
Verðlaun Jóns Sigurðssonar féllu að þessu sinni í hlut Tryggva Ólafssonar myndlistarmanns. Stjórn Jónshúss gerði tillögu um verðlaunahafa til forsætisnefndar Alþingis. Í rökstuðningi stjórnar sagði, meðal annars að: „Tryggvi er sá íslenski listmálari sem lengst hefur búið og starfað í Danmörku. Þá hefur Tryggvi haldið flestar listsýningar af íslenskum málurum, alls um 35, í Danmörku, auk fjölda samsýninga.“ Fyrir ævistarf Tryggva Ólafssonar í þágu myndlistar og framlag hans til eflingar menningarsamskipta Íslands og Danmerkur hlýtur hann Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2018.
Gígja, dóttir Tryggva Ólafssonar, tók við verðlaununum fyrir hönd föður síns og flutti þakkir hans og kveðju.