2.9.2025

Dagskrá 2. - 7. september 2025

Garnaflækjan

Þriðjudaginn 2. september kl. 18.30 – 21.30

Garnaflækjan hittist að nýju eftir sumarfrí. Prjónakaffi Garnaflækjunnar eru opin öllum sem hafa gaman af handavinnu.

Boðið er upp á veitingar fyrir litlar 50 kr.

Til að geta tilkynnt þátttöku, þarf viðkomandi að vera meðlimur í Garnaflækjunni í Kaupmannahöfn. Skráing hér.


Fermingarfræðsla – kynningarfundur

Fimmtudaginn 4. september kl. 16.30 -17.30

Kynningarfundur um fermingarstarf vetrarins í Jónshúsi. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta.

Opið er fyrir skráningar í fermingarfræðslu hér.

Dagskráin byggir á haust- og vorferð á fermingarmótí Svíþjóð þar sem við hittum íslenska fermingarhópa frá Svíþjóð og Noregi.


Auk þess er þátttaka í guðsþjónustum hluti starfsins, sem og kennslutímar í Jónshúsi og/eða verkefni á netinu.

Nánari upplýsingar veitir Sr. Sigfús Kristjánsson, [email protected]


Krílasöngur

Fimmtudaginn 4. september kl. 11.00  - 12.00

Nánari upplýsingar hér.

Krílasöngur er fyrir 3 til 11 mánaða gömul börn.
Krílasöngur er dásamleg stund fyrir bæði börn og foreldra. Í krílasöng er sungið, dansað, skoðað, leikið og spilað. Tónlistin örvar öll skynsvið litlu krílanna m.a. hreyfi- og tilfinningaþroska barna, svo ekki sé tala um málþroska.
Börnin elska stemmninguna sem skapast og upplifa tónlistina og gleðina sem myndast, og svo fá þau auðvitað tækifæri til að hitta önnur börn og mynda tengsl.
Öll lögin eru á íslensku.

Hver söngstund kostar 90kr á barn, mobilepay 50 15 14 66 eftir krílasöng.
Foreldramorgunn 

Fimmtudaginn 4. september kl. 12.00 - 14.00
Allir velkomnir aðgangur ókeypis 


Fótbolti í beinni

Föstudaginn 5. september kl. 20.00

FC Island býður á landsleik.

Við hjá FC Island bjóðum landsmönnum okkar að sameinast í Jónshúsi og horfa saman á leik Íslands og Azerbaijan í forkeppni HM 2026.

Leikurinn hefst klukkan 20.45. Húsið opnar kl 20.00.

Ýmsar fljótandi veigar verða í boði gegn vægu gjaldi, ágóði af sölu rennur til reksturs og félagsstarfs knattspyrnuliðs Íslendinga í Kaupmannahöfn, FC Island.

Sjáumst hress, áfram Ísland!

Skráning hér:


Söngleikur

Sunnudaginn 7. september kl. 14.00

Þar lá mín leið er nýr söngleikur eftir Ólínu Ákadóttur og Steinunni Maríu Þormar sem byggður er á verkum Jórunnar Viðar.

Söngleikurinn fjallar um unga konu, Huldu, sem fetar sig á braut ástarinnar og ræktar sambönd við sig og aðra.

Flytjendur: Ólína Ákadóttir og Steinunn María Þormar

Allir velkomnir, aðgangur er ókeypis.

Skráning á viðburðinn

Nánar um listakonurnar hér.

Nánar um söngleikinnhér.