• Jón Sigurðsson. LÍÞ.
    LÍÞ.

17.4.2018

Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum.

Alþingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. 

Dagskrá

    • Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setur hátíðina.
    • Kórinn Staka flytur íslenska tónlist.
    • Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur flytur hátíðarræðu.
    • Kórinn Staka flytur íslenska tónlist.
    • Forseti Alþingis afhendir Verðlaun Jóns Sigurðssonar.
    • Kórinn staka flytur lag í tilefni sumardagsins fyrsta.

Léttar veitingar að lokinni dagskrá.

 

Karl M. Kristjánsson, formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, stjórnar dagskrá.

 

Verðlaunahafinn Annetta Lassen og  Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis

 

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2017 féllu í hlut Annette Lassen, rannsóknardósents í norrænum bókmenntum við Árnasafn og Kaupmannahafnarháskóla.

Annette hefur með kynningu á fornbókmenntunum haldið ríkulega á loft framlagi Íslands til heimsbókmenntanna. Hún hefur skipulagt fjölda ráðstefna, haldið fyrirlestra, skrifað fjölda greina og kynnt fornbókmenntir Íslendinga í fjölmiðlum. Þá ritstýrði hún, og þýddi að hluta, hinni dönsku útgáfu Íslendingasagnanna og þátta, sem var þjóðargjöf Íslendinga til Dana í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í ár.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar

 

Árið 2008 ákvað forsætisnefnd, að tillögu stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, að Alþingi skyldi á Hátíð Jóns Sigurðssonar veita Verðlaun Jóns Sigurðssonar þeim einstaklingi sem hefur unnið verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þessi verk geta jöfnum höndum verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar hafa verið veitt eftirfarandi einstaklingum:

2017 Annette Lassen

2016 Dansk – Islandsk Samfund

2015 Sigríður Eyþórsdóttir

2014 Bertel Haarder

2013 Erling Blöndal Bengtsson

2012 Dr. phil. Pétur M. Jónasson

2011 Frú Vigdís Finnbogadóttir

2010 Søren Langvad

2009 Erik Skyum-Nielsen

2008 Guðjón Friðriksson

 

 

Allir velkomnir.