2022

Í ár voru haldnar sjö sýningar á sal hússins.

Nóvember 2022

Laugardaginn 12. nóvember var formleg opnun sýningar Fjólu Jóns "Töfrar"Fjöldi fólks lagði leið sína í Jónshús boðið var upp á léttar veitingar og ljúfa tónlist. 

Verkin eru öll abstrakt-expressjónísk, unnin með akrýl og olíu, innblásin af töfrum náttúrunnar, litagleðinni og líðandi stundu.Sýningin er tileinkuð minningu Gunnhildar Líndal, frænku Fjólu sem lést í umferðslysi fyrir 24 árum, hún hefði orðið 42 ára þann 12. nóv.Sýningin er opin á opnunartíma Jónshúss til og með 31. 12. 2022 og eru myndirnar til sölu. Fjola Jons - Art / Kunst

Myndir frá fjölmennri opnun hér. 


Október 2022

Í Kapplaskjóli

Föstudaginn 14. október var formleg opnun ljósmyndasýningar Huldu Sifjar. Fjöldi fólks lagði leið sýna í Jónshús á opnunina.

Hulda Sif er á öðru ári í mastersnámi í ljósmyndun við Listaháskólann í Gautaborg; HDK-Valand.Í náminu er hún að vinna með ljósmyndasafn föðurömmu sinnar sem hún gaf henni fyrir rúmlega 15 árum síðan. Hingað til hefur Hulda Sif unnið að sínum eigin verkefnum en aldrei áður fengist við efni annarra. 

 

 

 

 

 

 

 


Hér er að finna myndir frá opnun sýningar. 

Nánari upplýsingar um Huldu Sif hér.


 September 2022

Þó nokkuð mörg augnablik

Laugardaginn 8. september var formleg opnun  sýningar Steinunnar Helgu Sigurðardóttur. Sýningin er til minningar um Guðna Má, sem snerti hjarta Íslands.

 


 

" Þó nokkuð mörg augnablik“ er sýning með kærum vinum, annar hér og hinn þar. Guðni átti þann draum að sýna í Danmörku, sá draumur rætist í september 2022.

Myndir frá opnun sýningar hér.


Ágúst 2022

Nordisk natur i Jonshus

Laguardaginn 6. ágúst var formleg opnun sýningar Ingu Dóru Sigurðardóttur og Birgitte Dreng Sørensen í Jónshúsi sem ber heitið Nordisk natur sem á íslensku þýðir norræn náttúra.


Maí 2022

ÍSLAND Í LITUM OG FORMI

Þriðjudaginn 17. maí var formleg opnun ljósmyndasýningar Hafdísar Bennett.

Ljósmyndir Hafdísar eru eru nærmyndir af hinni sérkennilegu íslensku náttúru, hraunum, svörtum fjörum, stuðlabergi, mosa o.s.frv. Sýningin hefur farið víða og fengið góða dóma. Meðal annars hefur hún verið sett upp í íslenska sendiráðinu í London og á þremur stöðum á Islandi. Hafdis Bennett er íslensk listakona sem hefur verið búsett í London i fjölmörg ár.


Apríl 2022

Hringir – Circles opnun

Laugardaginn 8. apríl var formleg opnun sýningar  Írisar Aspar Sveinbjörnsdóttur "Hringir".

Á sýningunni voru sýndar ljósmyndaröðin Hringir fjallar um hið smáa í náttúrunni. 

Myndir frá velheppnaðir opnun hér. 


 Febrúar 2021

ÞRÆÐIR//TRÅDE
Laugardaginn 12. febrúar var formleg opnun sýningar Rögnu S. Bjarnadóttur í Jónshúsi ÞRÆÐIR.Verk Rögnu eru textílverk unnin út frá innsæi, innblásin af mismunandi efnisáferðum og leik með handverksaðferðir og litaval sem í gengum tíðina hafa talist kvenlæg.Boðið var upp á léttar veitingar. Sýningin er opin á opnuartíma Jónshúss til 20. mars 2022.

Myndir frá opnun sýningar hér.