Listsýningar í sal Jónshúss

Jónshús minnir á að listafólki gefst kostur á að sýna verk sín í sal Jónshúss. 

Áhugasamir hafi samband við umsjónarmann hússins, Höllu Benediksdóttur, í síma 2328 1944 eða með því að senda tölvupóst á netfangið halla@jonshus.dk


Október

Samsýning Kvenna Listavefur

Listakonurnar sem kalla sig Kvenna Listavefur eru: Katrín Snæhólm Baldursdóttir, Svíþjóð, Lind Draumland Völundardóttir, Ísland, Lilja Björk Egilsdóttir, Holland, Hulda Leifsdóttir, Finnland og Steinunn Helga Sigurðardóttir, Danmörk. Héldu sýna aðra samsýningu í Jónshúsi. Formleg opnun var föstudaginn 13. október.

Hér má sjá myndir frá opnuninni.
Nánar um listakonurnar hér.


September

Gígí Gígja, Líf.

Laugardaginn 9. september var formleg opnun sýningar Gígí Gígju ”Líf”. Myndir hennar eru málaðar með olíu á striga. Gígi Gígja er sjálfmentuð listakona sem ólst upp í Reykjavík á sjöunda áratugnum, en hefur um langt skeið búið í Kaupmannahöfn. Á sýningu hennar „Líf“ má finna blöndu af blómalífi, dýralífi, og fólki í augnhæð, þar sem lífinu er lifað.

Nánari upplýsingar um listakonuna er að finna hér.

Hér má sjá myndir frá opnuninni.


Maí

Hugi Gumundsson, ”…..og andi ljósið”

"...og andi ljósið" er fyrsta myndlistasýning Huga Guðmundssonar, tónskálds. Titillinn er á færeysku og er úr ljóði Tórodds Poulsen "tá myrkrið køvir" sem Hugi hefur jafnframt samið kórverk við.

Myndirnar sem Hugi sýndi voru úr ljósmyndum af ljósendurvarpi og eru hluti af rannsóknarvinnu fyrir stærra hljóð- og ljósinnsetningarverka sem Hugi er að vinna og fékk til þess styrk frá danska tónskáldafélaginu.
Opnunin var jafnframt útgáfuhóf fyrir nýjustu plötu Huga með verðlaunaverkinu "The Gospel of Mary".

Hér má sjá myndir frá opnuninni.

Nánar um listamanninn hér.


Apríl

María Kristín H. Antonsdóttir, Ummerki. Sjáanleg Spor.

Fyrsta 1.apríl var formleg opnun sýningar Maríu Kristína, Ummerki. Sjáanleg Spor. Á sýningunni voru nýjustu verk Maríu. Þau eru gerð með svokallaðri koparþrykk aðferð þar sem María vinnur með efnið á óhefðbundinn hátt. Í gegn um listina, skoðar María hvernig bæði náttúra og samfélag hefur áhrif á sjálfsmynd og öfugt. Hún vinnur ekki í einum miðli, en hefur m.a. unnið með gjörninga, ljósmyndir, myndskeið, texta og hljóð.

Nánar um listakonuna hér.

Hér má sjá myndir frá opnuninni.


Febrúar

Eydís Ingimundardóttir, Fallkonan.

Laugardaginn 25. febrúar var formleg opnun sýningar Eydísar Ingimundardóttur ”Fjallkonur".Verkin eru túlkun Eydísar á ímynd Fjallkonunnar og íslenskum fjöllum.
Fjöldi fólks lagði leið sína í Jónshús boðið var upp á léttar veitingar.Sýningin er opin á opnunartíma Jónshúss til og með 30.03. 2023 og eru myndirnar til sölu.


Hér má sjá myndir frá opnuninni.

Október 2022

Í Kapplaskjóli

Föstudaginn 14. október var formleg opnun ljósmyndasýningar Huldu Sifjar. Fjöldi fólks lagði leið sýna í Jónshús á opnunina.

Hulda Sif er á öðru ári í mastersnámi í ljósmyndun við Listaháskólann í Gautaborg; HDK-Valand.Í náminu er hún að vinna með ljósmyndasafn föðurömmu sinnar sem hún gaf henni fyrir rúmlega 15 árum síðan. Hingað til hefur Hulda Sif unnið að sínum eigin verkefnum en aldrei áður fengist við efni annarra. 










Hér er að finna myndir frá opnun sýningar. 

Nánari upplýsingar um Huldu Sif hér.



September 2022

Þó nokkuð mörg augnablik

Laugardaginn 8. september var formleg opnun  sýningar Steinunnar Helgu Sigurðardóttur. Sýningin er til minningar um Guðna Má, sem snerti hjarta Íslands.




" Þó nokkuð mörg augnablik“ er sýning með kærum vinum, annar hér og hinn þar. Guðni átti þann draum að sýna í Danmörku, sá draumur rætist í september 2022.

Myndir frá opnun sýningar hér.


Ágúst 2022

Nordisk natur i Jonshus

Laguardaginn 6. ágúst var formleg opnun sýningar Ingu Dóru Sigurðardóttur og Birgitte Dreng Sørensen í Jónshúsi sem ber heitið Nordisk natur sem á íslensku þýðir norræn náttúra.


Maí 2022

ÍSLAND Í LITUM OG FORMI

Þriðjudaginn 17. maí var formleg opnun ljósmyndasýningar Hafdísar Bennett.

Ljósmyndir Hafdísar eru eru nærmyndir af hinni sérkennilegu íslensku náttúru, hraunum, svörtum fjörum, stuðlabergi, mosa o.s.frv. Sýningin hefur farið víða og fengið góða dóma. Meðal annars hefur hún verið sett upp í íslenska sendiráðinu í London og á þremur stöðum á Islandi. Hafdis Bennett er íslensk listakona sem hefur verið búsett í London i fjölmörg ár.


Apríl 2022

Hringir – Circles opnun

Laugardaginn 8. apríl var formleg opnun sýningar  Írisar Aspar Sveinbjörnsdóttur "Hringir".

Á sýningunni voru sýndar ljósmyndaröðin Hringir fjallar um hið smáa í náttúrunni. 

Myndir frá velheppnaðir opnun hér. 


 Febrúar 2021

ÞRÆÐIR//TRÅDE
Laugardaginn 12. febrúar var formleg opnun sýningar Rögnu S. Bjarnadóttur í Jónshúsi ÞRÆÐIR.Verk Rögnu eru textílverk unnin út frá innsæi, innblásin af mismunandi efnisáferðum og leik með handverksaðferðir og litaval sem í gengum tíðina hafa talist kvenlæg.Boðið var upp á léttar veitingar. Sýningin er opin á opnuartíma Jónshúss til 20. mars 2022.

Myndir frá opnun sýningar hér.


Nóvember 2021

Við erum öll öðruvísi

Laugardaginn 13. nóvember var formleg opnun sýningar Fjólu Jóns og Trausta Traustasonar.
Skemmtileg opnun með litríkum listaverkum, auk þess var boðið upp á léttar veitingar og tónlistarmaðurin Arnar Árna skemmti fólki með gítarleik og söng. Sýningin er opin á opnunartíma Jónshúss út desember 2021.

Lesa meira



Ágúst 2021

Vinur minn

 

Laugardaginn 7 ágúst  var formleg opnun sýningar Steinunnar Helgu Sigurðardóttur, Vinur minn.

Innblásturinn í verk Steinunnar á sýningunni „Vinur minn“ er náttúran og geimurinn. Hið innra ljós sem skín frá öllum lífverum á jörðinni og utan jarðarinnar. Þegar Steinunn málar, málar hún það sem augu fólks sjá ekki, heldur það sem hún skynjar.

Nánar um sýninguna.

Myndir frá velheppnaðri opnun þar sem boðið var upp á íslenskar pönnukökur.


Desember 2020

Fjallkonan fríð

Sigrún Eldjárn sem var fræðimaður í Jónshúsi opnaði sína þriðju einkasýningu í Jónshúsi á laugardaginn 5. desember 2020. Í ár er fjallkonan okkar sem er viðfangsefnið. Hún er hér sýnd í ýmiss konar óvæntu ljósi.Um er að ræða myndir unnar með blýanti og vatnslitum á pappír.
Nánar um sýninguna.

Nokkrar myndir frá opnun.


Október 2020

Aðdáun

Laugardaginn 17.október opnaði sýning Ionu Sjafnar. 

Um sýninguna 
Grafísk textílsýningin. Aðdáun leggur áherslu á mikilvægi þess að eiga fallegt samband við líkamann sinn. Verkin upphefja styrkleika líkamans og vekja til umræðu jákvæða sjálfsmynd og ræktun hennar. Hvað elskar þú mest við líkamann þinn? Myndir frá opnun.


Ágúst 2020

Nátturudraumar 

Laugardaginn 22. ágúst var formleg opnun sýningar Ingu Dóru Sigurðardóttur, 

Sýndar vor akrýl- og vatnslitamyndir. Viðfangsefni Ingu Dóru er aðallega kyrralífsmyndir og landslagsmyndir, en hugmyndirnar sækir hún í íslenska náttúru.

Lesa meira.

Myndir frá opnun.


Ágúst 2020

List Libertas í Jónshúsi 

Elísabet Olka og Una Gunnarsdóttur sýna í Jónshúsi

Samsýning Elísabetar Olku og Unu samanstendur af pappírsverkum sem unnin eru með blandaðri tækni. Í List Libertas túlka listakonurnar freslsið í ytra og innra umhverfi í gegnum myndræna tjáningu, hver á sinn persónlega hátt.

Myndir frá opnun.




 

 

 

 


 Apríl 2019

Kappar og fínerí í anda Ingibjargar E.

Guðrún Gunnarsdóttir myndlistarkona sýndir víraverk út frá höfðurskrauti Ingibjargar (sem hún ber á þeim ljósmyndum sem Guðrún gat fundið) og vatnslitaverk út frá mynstrum á kjólum sem  hún ber á ljósmyndum.

Sjá myndir frá opnun hér.


Janúar 2019

Sigurrós Eiðsdóttir sýnir í Jónshúsi - Sund

SUND er röð ljósmynda eftir Sigurrós sem hún hefur klippt og endurraðað.

Sjá myndir frá opnun hér.


Október 2017 - apríl 2018

"Hugsað heim"

Inga Lísa Middelton

Meginstef sýningarinnar er heimþrá en myndirnar sýna tilfinningatengsl höfundar við heimalandið og eru fullar af ljúfsárum söknuði. Ljósmyndarinn, Inga Lísa Middleton, er búsett í Bretlandi en sýnir hér myndir frá heimalandi sínu – Íslandi. Ljósmyndirnar eru teknar víðs vegar um landið og á heildina litið mynda þær ferðasögu. Myndefnið er bæði áþreifanlegt og táknrænt í senn: Kröftugir fossar sem knýja vatnsaflsvirkjanir, lóan sem boðar komu vorsins eftir langan vetur og hvönn sem löngum hefur verið notuð sem lækningajurt. Í myndunum kallast hið hversdagslega á við ljóðræna sýn á landið. Myndirnar eru unnar með aðferð sem á ensku nefnist cyanotype og var þróuð á 19. öld til að fjölfalda prentefni. Heitið vísar til bláa litarins, cyan, sem er einkennandi fyrir myndirnar.



Apríl 2017 - október 2017 

Sigrún kinkar kolli til Ingibjargar, Jóns og Bertels

Sigrún Eldjárn 

Sýningin fjallaði um Jón Sigurðsson,Ingibjörgu konu hans og Bertel Thorvaldssen. Sigrún sýndi  teikningar með vatnslitaívafi. Þær eru byggðar á ljósmyndum af þeim hjónum en líka nokkrum verka Torvaldsens. Myndirnar eru svo kryddaðar með ýmsu óvæntu sem ýtir við og gleður.

Sjá myndir frá opnun hér.