Fréttir og tilkynningar (Síða 22)
Fyrirsagnalisti
Íslenskur jólamarkaður í Jónshúsi
Íslenskur jólamarkaður verður í Jónshúsi sunnudaginn 29. nóvember 2015 frá kl. 13 til 16.
Lesa meira
Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2016, 4. hæð
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins árið 2016.
Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 32 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að 11 verkefnum.
Lesa meiraGamlar og nýjar myndir
Í gegnum tíðina hefur Jónshús meðal annars gegnt því hlutverki að vera félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn. Starfsemin er og hefur verið mjög fjölbreytt.
Lesa meiraPrjónakvöld í Jónshúsi
Fyrsta fimmtudag í mánuði eru prjónakvöld/handavinnukvöld í Jónshúsi. Íslenskar konur af Stór–Kaupmannahafnarsvæðinu koma saman og prjóna eða vinna aðra handavinnu. Næsta prjónakvöld er á fimmtudaginn kemur.
Lesa meiraSunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn sunnudaginn 1. nóvember verður með Hrekkjavökuþema.
Allir krakkar (einnig foreldrar ef þeir vilja) koma í búning.
Lesa meiraAðalfundur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn
Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn, boðar til aðalfundar félagsins: fimmtudaginn 29. október 2015, kl. 19:30.
Fundardagskrá verður með hefðbundnu sniði samkvæmt 7. grein samþykkta félagsins.
Samkvæmt 5. grein samþykkta félagsins, hafa einungis skuldlausir félagsmenn frá síðasta reikningsári (2014 til 2015) atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi. Hverju árgjaldi fylgir eitt atkvæði. Það verður mögulegt að greiða félagsgjald komandi árs áður en aðalfundurinn hefst til að öðlast atkvæðisrétt og kjörgengi.
Lesa meiraÍslensk guðsþjónusta
Verður sunnudaginn 25. október 2015 kl. 13.00 í Sankt Pauls kirkju, Gernersgade 33, 1319 København.
Lesa meiraHAUSTFRÍ - íslenski skólinn í Jónshúsi
Laugardaginn 17. október er íslenski skólinn í haustfríi, því engin skóli næsta laugardag. Sjáumst laugardaginn 24. október.
Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2016
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 6. janúar til 13. desember 2016. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar mánudaginn 2. nóvember næstkomandi.
Lesa meiraSunnudagaskólinn
Á sunnudaginn á m.a. að hlusta á sögu, syngja skemmtilega söngva, athuga hvað hann Nebbi er að bralla. Rebbi og Mýsla kíkja í heimsókn. Síðast var mjög góð mæting og allir skemmtu sér konunglega.
Allir velkomnir, sjáumst á sunnudaginn,Ásta, Katrín, Snædís, Vera og Sr. Ágúst.
Prjónaklúbburinn Garnaflækjan
Prjónakaffi í kvöld. Mæta með prjóna, heklunál eða saumnál.
Lesa meiraKynningarfundur hjá Dale Carnegie í Danmörku
Komdu og upplifðu Dale Carnegie á 60 mínutum!
Skráning í gegnum tölvupóst [email protected]
Lesa meiraICELANDAIRvist
Fyrsta félagsvist haustsins er á föstudaginn. Takmarkaður fjöldi.
Lesa meiraHaustfundur FKA DK
Kæru konur í Kaupmannahöfn og nágrenni senn líður að næstu konu sem kemur í heimsókn til okkar og blæs okkur í brjóst. Hrund Gunnsteinsdottir er mikill snillingur og gerir mikið af því að tengja fólk saman úr ólíkum áttum.
Lesa meiraSunnudagaskólinn í Kaupmannahöfn
Byrjar á ný eftir sumarfrí á sunnudaginn.
Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á öllum aldri.
Lesa meiraHjálmfríður Þöll Friðriksdótttir
Útgáfutónleikar vegna nýútkomins disks Hjálmfríðar Þallar verða í Jónshúsi 20. september kl. 16, Allir velkomnir
Lesa meiraGuðsþjónusta
Guðsþjónusta verður sunnudaginn 13. september 2015 kl. 13.00 í Sankt Pauls kirkju, Gernersgade 33, 1319 København.
Lesa meiraFermingarfræðsla kynningafundur
Kynningarfundur um fermingarfræðslu íslenska kirkjustarfsins verður sunnudaginn 13 september kl. 11.00 í Jónshúsi. Væntanleg fermingarbörn ásamt foreldrum eru innilega velkomin!
Jón og Inga kveðja Jónshús
Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn býður til móttöku í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 2. september 2015, kl. 17:00 – 19:00 til heiðurs Jóni Runólfssyni, umsjónarmanni hússins, og eiginkonu hans Ingu Harðardóttur, við lok 16 ára farsæls starfs þeirra við umsjón Jónshúss.
Skólasetning Íslenskuskólans
Skólasetning Íslenskuskólans skólaárið 2014 - 2015 fer fram laugardaginn 22. ágúst í Jónshúsi klukkan 11:00 - 12:00. Áhersla er lögð á fjölbreytt og skemmtilegt skólastarf, með skapandi verkefni og leik að leiðarljósi. Kennari skólaárið 2015 til 2016 er Marta Sævarsdóttir.
Lesa meira