Fréttir og tilkynningar (Síða 24)

Fyrirsagnalisti

14.10.2013 : Dagskrá sunnudaginn 27. október

Messað verður í Skt. Pálskirkju sunnudaginn 27. október kl. 13.00
Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
Organisti: Mikael Due
Kór: STAKA, stjórnandi Stefán Arason
Messukaffi í Jónshúsi að lokinni athöfn.

Fermingarfræðsla kl. 10.30
Aðalfundur Íslenska Safnaðarins kl. 14.30
Sunnudagskaffihalðborð kl. 14.00 - 16.00

Lesa meira

30.9.2013 : ICELANDAIRvist 

Fyrsta ICELANDAIRvist (félagsvist) vetrarins fór fram föstudaginn 27. september. Fram að jólum verður spilað í Jónshúsi kl. 19.30 föstudaganna 25. október og 29. nóvember, sjá nánar á http://www.islendingafelagid.dk

23.9.2013 : ICELANDAIRvist, félagsvist.

Eins og venjulega verður spiluð félagsvist í Jónshúsi einu sinni í máuði í vetur. ICELANDAIR gefur aðalvinninginn: ferð fyrir tvo til Íslands fram og til baka. Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hefur að nýju tekið við umsjón með "vistinni" eftir að Siddi og Biddý sem að sáu um þessi kvöld með glæsibrag fluttu til Íslands s.l. vor.

9.9.2013 : Mömmumorgnar

Mömmumorgnar í Jónshúsi hefjast að nýju fimmtudaginn 19. september

24.6.2013 : Íslenskuskólinn skólaárið 2013 til 2014

Íslensk börn í 1. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu á laugardögum í Jónshúsi. Áhersla er lögð á fjölbreytt og skemmtilegt skólastarf, með skapandi verkefni og leik að leiðarljósi.

Lesa meira

16.6.2013 : Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2013

Sýning um Jón Sigurðsson á 3. hæð Jónshúss er opin frá kl. 10.00 - 18.00 á Þjóðhátíðardaginn 17. júní 2013

12.6.2013 : Við minnum á:

Síðasti kennsludagur í Íslenska skólanum, Jónshúsi: Laugardaginn 15. júní kl. 10.00 - 12.00, allar deildir.
Þjóðhátíðarhöld Íslendingafélagsins á "Femøren" laugardaginn 15. júní kl. 13.00

Lesa meira

17.5.2013 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2013-2014

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá ágústlokum 2013 til ágústloka 2014. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 32 umsóknir.

Lesa meira

26.4.2013 : Erling Blöndal Bengtsson hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2013

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 25. apríl, á sumardaginn fyrsta. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Verðlaunin féllu að þessu sinni í hlut Erlings Blöndals Bengtssonar sellóleikara.

Lesa meira

23.4.2013 : Hátíð Jóns Sigurðssonar

Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2013, kl. 16.30. Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum.

Lesa meira

15.3.2013 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2013-2014

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn er, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, laus til afnota tímabilið 28. ágúst 2013 til 26. ágúst 2014.

Allar nánari upplýsingar og sérstök umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss, fræðimannsíbúð. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 16. apríl nk.

Lesa meira

11.3.2013 : Við minnum á:

Prjónaklúbburinn, fimmtudaginn 14. mars kl. 19.00.
Sunnudagskólinn, sunnudaginn 17. mars kl. 11.00.
ICELANDAIRvist, félagsvist föstudaginn 22. mars kl. 19.00. Páskaeggjabingó ÍFK, sunnudaginn 24. mars kl. 14.00.

7.3.2013 : Baráttusamkoma íslenskra kvenna 8. mars í Jónshúsi

Baráttusamkoma íslenskra kvenna er árlegur viðburður í Kaupmannahöfn. Kvöldin í Jónshúsi eru fjölsótt og kraftmikil og ýmis málefni eru tekin fyrir þar fyrir. Í vor verður kosið til Alþingis og ber dagskráin keim af því.

Dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands, flytur erindi kvöldsins: " Hrun og heimsmet í kynjajafnrétti? Femínisminn - fimm árum síðar".

Að erindi hennar loknu ræða fjórar þingkonur og einn frambjóðandi hvað áunnist hefur í jafnréttismálum á undanförnum árum og hver þær telji brýnustu viðfangsefnin á næsta kjörtímabili. Þingkonurnar eru:

  - Álfheiður Ingadóttir, þingkona Vinstri grænna og fv. heilbrigðisráðherra
  - Brynhildur S. Björnsdóttir, frambjóðandi Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður
  - Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingar og fjármálaráðherra
  - Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokks
  - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona, fv. menntamálaráðherra og fv. varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn stendur fyrir söng og sér um veitingasölu. Í boði verða bökur, salat og drykkir.

Nánari upplýsingar veitir undirbúningsnefnd 8. mars:

  - Erla Sigurðardóttir: [email protected]
  - Gunnhildur Kristjánsdóttir: [email protected]
  - Kristín Ása Einarsdóttir: [email protected]

Jónshús, Øster Voldgade 12 ( skammt frá Østerport-lestarstöðinni, þar er einnig næsti hraðbanki).

4.3.2013 : 8. mars: Baráttusamkoma íslenskra kvenna í Jónshúsi

Við minnum á árlega baráttusamkomu íslenskra kvenna í Jónshúsi á föstudaginn 8. mars. Veitingasala Jónshúss opnar kl. 18.30 en dagskráin hefst kl. 19.30.

Lesa meira

7.2.2013 : Afmæli Þjóðminjasafnsins

ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS 150 ÁRA

Þjóðminjasafn Íslands var stofnað 24. febrúar 1863 og fagnar því 150 ára afmæli sínu á þessu ári. Af þessu tilefni stendur Lýðháskólinn í Kaupmannahöfn fyrir málþingi í byrjun mars.

Ávarp flytja Per Kristian Madsen, safnstjóri Þjóðminjasafns Dana og Frú Vigdís Finnbogadóttir. Fjöldi sérfræðinga frá Þjóðminjasafni Íslands og Þjóðminjasafni Danmerkur flytja erindi.

Lesa meira

29.1.2013 : Bókmenntakvöld í Jónshúsi

Böðvar Guðmundsson og Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir
Böðvar kynnir nýjustu skáldsögu sína Töfrahöllina og Hjálmfríður Þöll syngur nokkur lög af diskinum Sofðu rótt í Jónshúsi, fimmtudagskvöldið 28. febrúar.

Dagskráin hefst kl. 20 en salurinn opnar kl. 19.15.

Léttar veitingar til sölu (einungis er tekið við reiðufé - næsti hraðbanki er á Østerport St.)

Aðgangur ókeypis.
Bókmenntakvöldið er skipulagt af PILK (projektgruppen Islandsk Litteratur i København) í samstarfi við Jónshús

14.1.2013 : Þorrablót ÍFK - Guðsþjónusta - Sunnudagskaffihlaðborð - Sunnudagaskólinn

Þorrablót ÍFK á Norðurbryggju laugardaginn 26. janúar, sjá nánar www.islendingafelagid.dk
Guðsþjónusta í Skt. Pálskirkju sunnudaginn 27. janúar kl. 13.00, sjá nánar www.kirkjan.dk
Sunnudagskaffihlaðborð í Jónshúsi, sunnudaginn 27. janúar kl. 14.00 - 16.00.
Sunnudagaskólinn hefst að nýju sunnudaginn 3. febrúar kl. 11.00 íJónshúsi

2.1.2013 : Islenskt landslag - Islandske landskaber

Ljósmyndarinn Bo Nico sýnir í Jónshúsi úrval ljósmynda sem að hann hefur tekið á ferðum sínum um landið. Opnun í Jónshúsi föstudaginn 11. janúar kl. 16.00 - 18.00. Sendiherra Íslands í Danmörku Sturla Sigurjónsson opnar sýninguna. Allir velkomnir, léttar veitingar.

12.12.2012 : Hátíðarguðsþjónusta

Annan í jólum kl. 13.00 í Skt. Paulskirkju.

Prestur: Sr. Kristinn Friðfinnsson

Organisti: Mikael Due

Söngur: Blandaður kór

Stjórnandi: Sigríður Eyþórsdóttir

26.11.2012 : Dagskrá á aðventu

Aðventusamkoma, Jólabingó, Jólakúlur á Norðurbryggju, Jólatónleikar. Jólaball og Jólamessa.

Aðventusamkoma í Skt. Pálskirkju, laugardaginn 1. desember kl. 16.00. Sjá www.kirkjan.dk

Jólabingó ÍFK í Jónshúsi sunnudaginn 2. desember kl. 14.00. Nánar á www.islendingafelagid.dk

Jólakúlur á Norðurbryggju, sunnudaginn 2. desember kl. 14.00 - 16.00. Sjá www.bryggen.dk

Jólatónleikar Kvennakórsins í Kaupmannahöfn. "Jólin hennar Maríu" sunnudaginn 2. desember kl. 19.30 í Frihavnskirken, Willemoesgade 68. Tónleikarnir fjalla að sjálfsögðu um jólahátíðana en í þetta sinn með sérstaka athygli á Maríu mey. Stjórnandi Sigríður Eyþórsdóttir. Ókeypis aðgangur.

Norrænir jólatónleikar í Helligåndskirken, laugardaginn 8. desember kl. 17.00 Kvennakórinn, STAKA , Grænlenskir og Færeyskir kórar.

Jólaball á Norðubryggju, 9. desember kl. 13.30 og 15.30. Sjá www. bryggen.dk

Jólatónleikar í Skt. Andreas kirkjunni, Gothersgade 148,  kl. 19.30 þann 11. desember. Kammerkórinn STAKA. Ensk jólalög, íslenskar og danskar jólaperlur. stjórnandi Stefán Arason. Aðgangur ókeypis

Jólamessa í Skt. Pálskirkju á annan í jólum kl. 13.00. Sjá www.kirkjan.dk

Síða 24 af 27