Árið 2022
Starfsemi Jónshúss lá niðri fyrstu vikurnar í upphafi árs vegna heimsfaraldurs, en í lok janúar fór starfsemin rólega af stað.
Föst starfsemi í húsinu var/er sem hér segir:
- fimm kórar æfa vikulega í húsinu
- krúttkór annan hvorn laugardag
- íslenskukennsla á þriðjudögum
- námskeið „Tunugmálahetjurnar“ annan hvern laugardag
- AA fundir alla sunnudaga
- krakkakirkja annan hvern laugardag
- opið hús Heldri Borgara annan hvern miðvikudag
- prjónakaffi Garnaflækjunnar fyrsta þriðjudag í mánuði
- krílasöngur á fimmtudögum
- foreldramorgnar á fimmtudögum
- Íslendingafélagið stendur fyrir spilavist einu sinni í mánuði
- Sunnudagskaffi var í apríl, mars og maí en kaffisalan er fjáröflun kóranna í Jónshúsi
- Fermingarfræðsla
Auk fastrar starfsemi var eftirfarandi á dagskrá hússins á árinu
Mars
- Opnun sýningar Rögnu Sigríðar Bjarnadóttur „Þræðir“.
Mars
- Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku og Kvennakórinn í Kaupmanahöfn héldu upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna . Meðal annars hélt Herdís Steingrímsdóttir erindi sem hét „Barneignir, fæðingarorlof og jafnrétti kynjanna“.
- Fjáröflunarkvöld kvennakórsins Dóttir – Söngvakeppni í beinni.
- Fræðimaður segir frá, Marjatta Ísberg hugverkakona hélt fyrirlestur sem hét „vefa í spjöldum“
- Leikskólinn Miðborg frá Íslandi fékk húsið lánað til að halda fund.
- Vínsmökkun, þar sem kynnt voru vín frá Grikklandi.
- Vorfundur Dansk Islandsk samfund. Fyrirlestur um Bertel Thorvaldsen.
Apríl
- Fjáröflunarkvöld Kvennakórsins, sýnd kvikmyndin Stella í orlofi.
- Opnun sýningar Írisar Aspar Sveinbjarnardóttir „Hringir“.
- Páskabingó Íslendingafélagsins.
- Hátíð Jóns Sigurðssonar , Gunnar Þór Bjarnason sagnfræður hlaut verðlaun Jóns Siguðrssonar.
- Forsætisnefnd Alþingis heimsótti Jónshús.
- Tónleikar með Svavari Knúti .
- Myndataka fyrir FKA – DK konur.
Maí
- Kynningarfundur Islandsrejser sem er ferðaskrifstofa sem selur ferðir til Íslands.
- Kaffihúsamessa íslenska safnaðarins í Jónshúsi. Sr. Sigfús var með hugleiðingu og bæn, síðan var sungið og að lokum var boðið upp á vöfflur.
- Opnun sýningar Hafdísar Bennett, „Ísland í litum og formi“.
- Kristrún Guðmundsdóttir las upp úr ljóðabók sinni Eldsbirtu við undirleik Svöfu Þórhallsdóttur.
- Skírn á heimili Ingibjargar og Jóns.
- Tónleikar Jóns Kr. Ólafssonar og léttsveitar
- Nemendur Studeskolens í íslensku heimsóttu Jónshús.
- Krakkabíó, fjárölflun Kvennakórsins.
Ágúst
- Opnun samsýningar Ingu Dóru Sigurðardóttir og Birgitte Dreng Sørensen ”Nordisk natur”.
- Jórunn Einarsdóttir íslenskukennari var með fyrirlestur fyrir forledra fleirtyngdra barna.
- Fræðimaður sagði frá , Ragný Þóra Guðjohnsen var með erindi á Foreldramorgni „Að vera fyrirmyndarforeldri“.
- Skírn á Heimili Ingibjargar og Jóns.
September
- Kynningarfundur um fermingarfræðslu
- Opnun sýningar Steinunnar Helgu „Þó nokkur augnablik“.
- Skírn á heimil Ingibjargar og Jóns.
- Aðalfundur kammerkórsins Stöku.
- Hópur starfsmanna frá Akureyrarbæ fékk afnot af Jónshúsi fyrir hópeflisvinnu.
- Lita- og stíl dagur með ColorQueen, Önnu Guðlaugsdóttur.
- Fræðslufundur Katla Nordic, sem er félagskapur ungra kvenna í atvinnulífinu.
Október
- Partýbíó , fjáröflun Kvennakórsins.
- Opnun sýningar Huldu Sifjar Ásmundsdóttur, „Í Kapplaskjóli“.
- Aðalfundur Íslenska safnaðarins.
- Aðalfundur Íslendingafélagsins.
Nóvember
- Verkfræðistofan Efla á Íslandi bauð nemum úr DTU til kynningarfundar.
- Formlega opnun sýningar Fjólu Jóns, „Töfrar“.
- Kynningarfundur Islandsrejser sem er ferðaskrifstofa sem selur ferðir til Íslands.
- Leiðsögumenn hjá Turistførerforeningen í Kaupmannahöfn fengu kynningu á Jónshúsi.
- Haustfundur Dansk Islandsk samfund.
- Eftir Aðventustund í Esjas kirkju var boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma og smákökur í Jónshúsi.
Desember
Á vormánuðum fram til 17. júní komu konur saman í Jóshúsi og prjónuðu veifur úr íslenskum lopa í fánalitunum sem voru notaðar til að skreyta Tívolí þegar Tívolí hélt íslenska þjóðhátíðardaginn hátíðlegan.
Nánar um starfsemina
Kórarnir í Jónshúsi
Kvennakórinn, sem skipti um nafn og heitir nú Eyja, æfir á mánudögum og hefur haft aðstöðu í Jónhúsi í 25 ár. Kórstjóri er María Ösp Ómarsdóttir. Á miðvikudögum er mikið sungið, fyrst mæta strákarnir í Hafnarbræðrum sem hafa verið í húsinu síðan 2018 undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttir. Síðan koma stelpurnar í Dóttur sem hafa sungið í húsinu í sjö ár, undir stjórn Eyrúnuar Ingu Magnúsdóttur. Kammerkórinn Staka æfir á fimmtudögum og hefur gert undanfarin tólf ár. Í Stöku eru ekki eingöngu Íslendingar og kórstjórinn er færeyingurinn Tóra Vestaergaard. Á laugardögum er ört stækkandi barnakór sem hefur verið starfræktur í fjögur ár undir leiðsögn Sólveigar Önnu Aradóttur og Maríu Aspar Ómarsdóttur, en þær sjá einnig um ”Krúttkórinn ” sem hittist annan hvern laugardag.
Töluverð hreyfing er á meðlimum kóranna og á hverju hausti er auglýst eftir nýju fólki.
Sýningar á sal
Í ár voru haldnar sjö sýningar á sal hússins.
Febrúar
Fyrsta sýning ársins var sýning Rögnu Söru Bjarnadóttur ”Þræðir”. Sýnd voru textilverk með mismunandi efnisáferðum og litaval sem hefur verið talið kvenlægt.Apríl
Íris Ösp Sveinbjarnardóttir kom frá Íslandi með ljósmyndasýninguna ”Hringi”. Myndir Írisar Aspar sýna hið smáa í nátturinni. Auk þess var bókaútgáfu samnefndar bókar fagnað.Maí
Ísland í litum og fomi var ljósmyndasýnig Hafdísar Benett. Ljósmyndir Hafdísar eru óvenjulegar leyti að þær eru nærmyndir af íslensku náttúru. Hafdís er búsett í London.Ágúst
Nordisk natur var samsýning Ingu Dóru Sigurðardóttur og Birgitte Dreng Sørenssen þar sem íslensk náttúra og náttúra úr norðri var viðfangsefnið.September
„Þó nokkur orð“ var sýning Steinunnar Helgu Sigurðardóttur til minningar um vin hennar Guðna Má.Í ágúst 2021 ætluðu þau Steinunn Helga og Guðni Már að halda samsýningu í Jónshúsi en þeirri sýningu var frestað um ár, en því miður varð ekkert því, Guðni Már lést síðar það ár.
Sýndar voru ljósmyndir Guðna Más og verk eftir Steinunnu Helgu.
Október
Á Kulturnatten opnaði ljósmyndasýning Huldu Sifjar Ásmunsdóttir „Í Kapplaskjóli“ . Ljósmyndir, bókverk og hljóðverk sem unnin eru í tenglsum við meistarnám Huldu Sifjar þar sem hún er að vinna með ljósmyndasafn föðurömmu sinnar, myndir sem teknar voru í Reykjavík, í Vesturbænum, á árunum 1944 – 1964.Nóvember
Opnun sýningingar Fjólu Jóns, Töfrar. Sýnd voru verk unnin með akrýl og olíu. Sýningin var tileinkuð minningu Gunnhildar Lindal, frænku Fjólu sem lést langt fyrir aldur fram. Opnunin var vel heppnuð, þar sem meðal annars var boðið upp á tónlistaratriði Arnars Arna.Heimsóknir og hópar
Óhætt er að segja að áhugi ferðamanna á að heimsækja heimili Ingibjargr og Jóns er mjög mikill. Í hverri viku leggja ferðamenn leið sín í Jónshús. Auk þess tekur umsjónarmaður á móti minni og stærri hópum í húsinu, og í ár var töluverð aukning frá því í 2021. Í nóvember og desember var mikið um að stórir hópar komu í húsið, og þar af voru margir hópar frá Akureyri og nágrenni. Fastur liður á aðventu er heimsókn eldri borgara úr Reykjavík og í ár var áhuginn mikill, hóparnir margir.
Fræðimenn í Jónshúsi
Eins og undanfarin ár var mikil áskókn í að fá að dvelja sem fræðimaður í Jónshúsi. Árið 2022 fengu 25 fræðimenn úthlutað íbúð til dvalar í húsinu. Að jafnaði dvelja fræðimenn fjórar vikur.
Jónshús á samfélagsmiðlum
Fylgjendum á samfélagsmiðlum fjölgar jafnt og þétt og er gaman að sjá hvað margir fylgjast með því sem fram fer í húsinu. Nú eru yfir 3.500 fylgjendur á facebooksíðu Jónshúss og rúmlega 1.000 fylgendur á Instagram.
Framkvæmdir í Jónshúsi
Settar voru nýjar merkingar á skipulega hússins í andyri og í stigagangi. Auk þess var stigagangur og salurinn málaður.
Um leið og við þökkum fyrir liðið ár, óskum við notendum hússins, og fylgjendum á samfélagsmiðlum sem eru bæði í Danmörku og á Íslandi og öllum öðrum farsældar á árinu sem var að byrja og vonumst eftir að starfsemin haldi áfram að blómstra.