Fréttir og tilkynningar (Síða 27)

Fyrirsagnalisti

15.6.2011 : Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn

Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn á kvenréttindaginn, 19. júní 2011 kl. 16.00, og verða Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. 

Lesa meira

8.6.2011 : Einar Már Guðmundsson

Einar Már Guðmundsson kynnir nýútkomna bók sína Bankastræti núll í Jónshúsi, fimmtudagskvöldið 16. júní kl. 20. Húsið opnar kl. 19:15. Aðgangur ókeypis.

Lesa meira

17.5.2011 : Ritgerðarsamkeppni, Háskóli Íslands fagnar 100 árum

Kaupmannahafnarháskóli ætlar að minnast þessara tímamóta. Rektor Kaupmannahafnarháskóla býður dönskum og íslenskum háskólanemum og fræðimönnum, sem hafa ekki náð 30 ára aldri 21. september nk., að leggja fram ritgerð um sama efni, þ.e. Fræðasamstarf Danmerkur og Íslands frá miðöldum til nútíma.

Lesa meira

12.5.2011 : Starfsaðstaða fyrir Íslendinga í Jónshúsi

Stjórn húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur ákveðið, í samráði við sendiráð Íslands í Danmörku og Dansk-íslenska viðskiptaráðið, að bjóða Íslendingum og íslenskum lögaðilum ódýra skammtímaleigu á starfsaðstöðu í húsinu.

Lesa meira

6.5.2011 : Úthlutun fræðimannsíbúðar 2011-2012

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá ágústlokum 2011 til ágústloka 2012. Alls barst nefndinni að þessu sinni 41 umsókn. Tíu fræðimenn fá afnot af íbúðinni.

Lesa meira

18.3.2011 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2011-2012

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn er laus til afnota tímabilið 31. ágúst 2011 til 28. ágúst 2012.
Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni.
Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 12. apríl nk.

Lesa meira

10.3.2011 : Kjötsúpukvöld 19. mars

"íslensk kjötsúpa er svei mér góð". Sem er einmitt ástæða þess að við í stjórn Íslendinga-félagsins ætlum að halda "Kjötsúpukvöld".
Einungis verða seldir 40 miðar og því er um að gera að panta sem fyrst, því fyrstur kemur fyrstur fær. Skráningu lýkur 17. mars, eða þegar fullt er orðið og skráning er bindandi.

Lesa meira

18.2.2011 : Alþjóðlegur baráttudagur kvenna: 8. mars í Jónshúsi

Kæru femínistar nær og fjær.
Við höldum upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna að venju. Jónshús og veitingasala opna kl. 18 en dagskráin hefst kl. 19.

Lesa meira

31.1.2011 : ÞORRABLÓT á Norðurbryggju

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn, Icelandair og Norðurbryggja kynna þorrablót á Norðurbryggju, laugardaginn 19. febrúar.

Miðaverð 350 kr. í forsölu (fram til 11. febrúar).
Innifalið í miðaverði: Matur, skemmtun og ball.
Tryggið ykkur miða á www.politikenbillet.dk/nordatlanten

Lesa meira

29.12.2010 : Starfsaðstaða fyrir Íslendinga í Jónshúsi

Stjórn húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur ákveðið, í samráði við sendiráð Íslands í Danmörku og Dansk-íslenska viðskiptaráðið, að bjóða Íslendingum og íslenskum lögaðilum ódýra skammtímaleigu á starfsaðstöðu í húsinu.

Lesa meira

29.11.2010 : Upplestur í Jónshúsi

Að frumkvæði Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri og í samvinnu við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, Jónshús og Bókasafnið í Jónshúsi verður bókin AÐVENTA eftir Gunnar Gunnarsson lesin í heild sinni í Jónshúsi sunnudaginn 12. desember kl. 15-18.

Lesa meira

23.11.2010 : Jólatónleikar Stöku

Jólatónleikar Stöku verða í Rundetårn 9. desember kl. 19:30. Á dagskránni eru jólalög frá ýmsum löndum og tímum, hátíðleg, rómantísk og glaðleg - eitthvað fyrir alla. Miðasala á vefsíðu Rundetaarn og við innganginn. Aðgangseyrir: 75 kr (50 kr nemendur).

Lesa meira

16.11.2010 : Íslenskir rithöfundar í Jónshúsi

Miðvikudaginn 10. s.l. stóðu samtökin Islandsklitteratur.dk fyrir samkomu í Jónshúsi, Fjórir íslenskir rithöfundar, þau Bragi Ólafsson, Guðrún Mínervudóttir, Guðmundur Óskarsson og Steinunn Sigurðardóttir lásu úr verkum sínum. Salurinn var þéttsetinn og almenn ánægja með velheppnað kvöld.

8.11.2010 : Fréttatilkynning

Stjórn húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur ákveðið, í samráði við sendiráð Íslands í Danmörku og Dansk-íslenska viðskiptaráðið, að bjóða Íslendingum og íslenskum lögaðilum ódýra skammtímaleigu á starfsaðstöðu í húsinu.

Lesa meira

1.11.2010 : Haukur Viggósson opnar málverkasýningu

Haukur Viggósson Opnar málverkasýningu í Jónshúsi.
Laugardaginn 13. nóvember 2010, Kl. 16.00 – 20.00.

Lesa meira

1.11.2010 : Kynning á kosningum til Stjórnlagaþings

Sendiráð Íslands býður til opins fundar í Húsi Jóns Sigurðssonar kl. 19:30 fimmtudaginn 11. nóvember nk., þar sem gerð verður grein fyrir tilhögun kosninga til Stjórnlagaþings 27. nóvember nk., helstu stefnumálum frambjóðenda og fyrirhuguðu fyrirkomulagi starfa þingsins. Allir áhugasamir eru velkomnir.

Lesa meira

20.10.2010 : Íslenskir rithöfundar í Jónshúsi

Fjórir íslenskir rithöfundar kynna og lesa úr verkum sínum í Jónshúsi 10. nóvember næstkomandi. Dagskráin hefst kl. 20 en húsið opnar kl. 19:15

Lesa meira

28.9.2010 : Nágranni opnar málverkasýningu í Jónshúsi.

Danska mynlistakonan Inge Delfs hefur í mörg ár búið í næsta húsi við Jónshús. Hún hefur fylgst með og séð margar sýningar í húsinu á undanförnum árum og nú er röðin komin að henni að sýna.

Opnunin verður á föstudaginn 1. október milli kl. 16.00 og 20.00. Allir velkomnir.

13.9.2010 : Opnun á sýningu Tryggva Ólafssonar á Norðurbryggju

Á Norðurbryggju, menningarhúsi Íslendinga í Kaupmannahöfn, opnaði í gær sýning á verkum Tryggva Ólafssonar. Sýningin er opin fram til 26. desember í ár.

Lesa meira

6.9.2010 : Misstir þú af tónleikum Stöku í vor?

Staka endurtekur tónleikana "Kirketoner fra Vulkanøen" sunnudaginn 12. september í Mørdrup kirke Espergærde, kl. 16:00.
Þar mun Staka syngja kirkjuleg verk eftir 13 íslensk tónskáld.

Lesa meira
Síða 27 af 28