Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

3.9.2024 : Kaffihúsamessa í Jónshúsi

Það var húsfyllir í Jónshúsi á sunnudaginn á kaffihúsamessu Íslenska Safnaðarins. Sérstakir gestir voru meðlim kirkjukórs Grundafjarðarkirkju sem leiddi söng.

Lesa meira

28.8.2024 : Kaffihúsamessa í Jónshúsi

Á sunnudaginn, 1. september kl. 13 verður fyrsta messa haustsins í Jónshúsi. Við hlökkum til að sjá sem flesta í notalegri stund. Við fáum heimsókn frá Kirkjukór Grundarfjarðar sem mun leiða sönginn. 

Njótum þess að syngja saman, biðja, hlusta á hugleiðingu og auðvitað drekka kaffi og borða kökubita.

 

Verið öll velkomin!

14.8.2024 : Ferming 2025?

Kynningarfundur þriðjudaginn 27. ágúst kl. 18:30 í Jónshúsi
Foreldrar og verðandi fermingarbörn velkomin 

Lesa meira

5.8.2024 : Sumarhittingur Garnaflækjunnar

Þriðjudaginn 6. ágúst kl. 17 í Kongens have á kaffihúsinu Herkules.

Nánar um viðburðinn hér. 

1.7.2024 : Jónshús lokað vegna sumarleyfa til 31.júlí

Húsið er lokað frá 1. júlí til og með 31. júlí. Jónshús opnar aftur fimmtudaginn 1. ágúst.

Gleðilegt sumar.

Íbúðarleit

21.6.2024 : Íbúðarleit

Nú eru margir að leita sér að húsnæði á Kaupmannahafnarsvæðinu.  Dagmar Þórisdóttir hefur tekið saman lista hvar hægt er að leita að húsnæði.

Ertu í íbúðarleit, þá eru hér nokkrar hugmyndir:

Lesa meira

7.6.2024 : Fræðimaður segir frá, Kristján Jóhann Jónsson

„Með dauða kráku, drullu og stakan tréskó“

Lesa meira

2.6.2024 : Móðurmálsskólinn í Kaupmannahöfn

Skráing stendur yfir í Móðurmálsskólann í Jónshúsi og á Amager

Lesa meira

29.5.2024 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2024 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 58 gildar umsóknir.

Lesa meira

29.4.2024 : Birgir Thor Möller hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2024

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 25. apríl, á sumardaginn fyrsta. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Hátíðarræðu flutti að þessu sinni Gyða Guðmundsdóttir, yfirmaður samfélagsmiðlatengsla hjá AECO.

Lesa meira

23.4.2024 : Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn

býður til Hátíðar Jóns Sigurðssonar sem haldin verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2024, kl. 17.

Lesa meira

18.4.2024 : Auglýst eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2024–2025

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota frá 21. ágúst 2024 til 19. ágúst 2025.

Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi.dráttur

Lesa meira

8.4.2024 : Útgáfutónleikar

Íslenski tónlistarmaðurinn Arnar Arna verður með útgáfutónleika í Jónshúsi föstudaginn 12. april. 

Lesa meira

20.3.2024 : Íslensk páskamessa mánudaginn 1. apríl

Páskamessa!

Mánudaginn 1. apríl kl. 13 verður páskamessan okkar í Esajas Kirke.

  • Séra Sigfús Kristjánsson predikar og þjónar fyrir altari
  • Kjartan Jósefsson Ognibene leikur á orgel og leiðir tónlistina
  • Kvennakórinn Eyja leiðir safnaðarsöng 

12.3.2024 : Páskaviðburður Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn og kvennakórsins Dóttur

Sunnudaginn 17. mars kl. 14 - 16.

Tómbóla, kaffibasar og  veitingasala.

Íslendingafélagið stendur fyrir tombólu - miðinn á 5 krónur. 

200 veglegir vinningar þar á meðal fullt af páskaeggjum.
Kvennakórinn Dóttur verður með veitingasölu.

Lesa meira

27.2.2024 : Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er föstudaginn 8. mars. Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku og Kvennakórinn Eyja standa fyrir viðburði með söng, fyrirlestrum og umræðum.
 
Lesa meira

21.2.2024 : Íslensk messa í Esajas kirkju

Sunnudaginn 25. febrúar verður messa íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn í Esajas kirkju kl. 13 

  • Séra Sigfús Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari,
  • Kjartan Jósefsson Ognibene leikur á orgelið og leiðir tónlistina 
  • Kammerkórinn Staka syngur 

Verið öll velkomin

7.2.2024 : Saltkjöt og baunir

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn stendur fyrir ekta sprengidagsfíling í Jónshúsi á sunnudaginn 11. febrúar kl. 13.

Lesa meira

26.1.2024 : Íslensk messa sunnudaginn 28. janúar

Í Esajas kirkju kl. 13. 

Minnst verður Jónasar Hallgrímsssonar í tali og tónum.

Lesa meira

19.1.2024 : Icelandair félagsvist

Yfir 20 ár hefur félagsvist verið spiluð í Jónshúsi. Föstudaginn 26. janúar verður tekið í spil. Allir velkomnir - félagsvist er fyrir alla.

Lesa meira
Síða 1 af 25