Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

16.9.2019 : Félag heldri borgara - 60plús

Sú hugmynd hefur komið upp að stofna Félag heldri borgara, 60 ára og eldri með það að markmiði að sameina Íslendinga á besta aldri sem hættir eru að vinna og búa á Kaupamannahafnarsvæðinu (öllum opið).

Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 18. september kl. 13. í Jónshúsi

Lesa meira

15.9.2019 : Safnaðarstarfið hefst í dag

Sunnudagaskóli kl. 11:15, kynningarfundur um fermingarfræðslu kl. 12:00, íslensk guðsþjónusta kl. 14:00 í Skt Pauls kirkju og  sunnudagskaffi í Jónshúsi kl. 15:00.

Lesa meira

13.9.2019 : Halla og Hrannar ganga um Kaupmannahöfn, taka myndir og segja sögur

Í febrúar 2016 gengum við hjónin á slóðir Jóns Sigurðssonar. Vorum nýflutt í Jónshús og fannst viðeigandi að kynna okkur aðstæður sjálfstæðishetjunnar. Settum myndir á facebook og skrifuðum smá texta. Jónsgöngurnar urðu alls þrjár.

Lesa meira
Fraedimadur-segir-fra-3_1567587813359

10.9.2019 : Orðabók Blöndals þá og nú

Frá prentaðri orðabók til stafrænnar útgáfu

Föstudaginn 13. september kl. 17:00.

Fyrirlesarar eru Halldóra Jónsdóttir og Árni Davíð Magnússon, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Dansk Islandsk Samfund.

Lesa meira

1.9.2019 : Jónshús

Eiríkur og Hrafn

20.8.2019 : Fræðimenn segja frá

Eiríkur Örn Arnarson og Hrafn Harðarson eru fræðimennirnir sem nú dvelja í Jónshúsi. Þeir mun halda kynningar á verkefnum sínum á fimmtudaginn 22. ágúst frá klukkan 17.00 til 18.30. 
Allir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis. 

Lesa meira

15.8.2019 : Bókakynning - Úrval ljóða

Verið velkomin á ljóðabókakynningu Dansk íslenska félagsins í Jónshúsi. 

Laugardaginn 17. ágúst kl. 15:30 - 17:00.

Aðgangur ókeypis.
Viðburðinn fer fram á dönsku og íslensku. 

Sigurlín Sveinbjarnardóttur formaður Dansk íslenska félagsins flytur erdindi á íslensku. 

Pia Tafdrup og Sigríður Helga lesa upp úr þessari nýútkomnu bók.

Lesa meira

8.8.2019 : Íslenskuskólinn

Íslensk börn í 0. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu á laugardögum í Jónshúsi.

Kennsla hefst með skólasetningu laugardaginn 17. ágúst kl. 11.00.

Kaupmannahafnar Kommunan býður börnum á grunnskólaaldri sem eru með lögheimili í Kaupmannhöfn upp á ókeypis móðurmálskennslu. Börn sem búa í ekki í Kaupmannhöfn hafa líka rétt á þessari kennslu, en þurfa sækja um hjá sinni Kommunu. 

Nánari upplýsingar á heimasíðu  kk.dk

Lesa meira
Íbúðarleit

1.8.2019 : Íbúðarleit

Nú eru margir að leita sér að húsnæði á Kaupmannahafnarsvæðinu.  Dagmar Þórisdóttir hefur tekið saman lista hvar hægt er að leita að húsnæði.

Ertu í íbúðarleit, þá eru hér nokkrar hugmyndir:

Lesa meira

1.7.2019 : Jónshús lokað vegna sumarleyfa.

Húsið er lokað frá 1. júlí til og með 31. júlí.  Jónshús opnar aftur fimmtudaginn 1. ágúst. Gleðilegt sumar.

26.6.2019 : Söngfélagið Góðir grannar heldur tónleika í Jónshúsi

Sunnudaginn 30. júní kl.15.00 - 16.00.

Allir velkomnir aðgangur ókeypis.

Lesa meira

19.6.2019 : Fræðimenn segja frá

Hjörleifur Guttormsson og Njörður Sigurðsson eru fræðimennirnir sem nú dvelja í Jónshúsi. Þeir mun halda kynningar á verkefnum sínum á þriðjudaginn, 25. júní frá klukkan 17.00 til 18.30. Allir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis. 

Lesa meira
Jón Sigurðsson

17.6.2019 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2019 til ágústloka 2020. 

Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 43 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna: 

Lesa meira
Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

14.6.2019 : Þjóðhátíð Íslendinga í Kaupmannahöfn

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn býður til þjóðhátíðarskemmtunar á Femøren, Amager Strandpark, laugardaginn 15. júní kl. 13:00

Lesa meira

7.6.2019 : Hátíðarguðsþjónusta og kaffihlaðborð.

Mánudaginn 10. júní annan hvítasunnudag.

Lesa meira

4.6.2019 : Sumartónleikar með kvennakórnum Dóttur og karlakórnum Hafnarbræðrum

Fimmtudaginn 6. júní klukkan 19:30 í Sct Antreas Kirke, Gothersgade 148 Kaupmannahöfn.Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

31.5.2019 : Móðurmálskennsla - Íslenskuskólinn í Jónshúsi

Skráning í skólann fyrir skólaárið 2019 - 2020 er hafin.

Lesa meira
Þórarinn Hannesson

21.5.2019 : Ljóð og lag

Þórarinn Hannesson stofnandi og forstöðumaður Ljóðasetur Íslands mætir í Jónshús þriðjudaginn 28. maí kl. 17:30.

Lesa meira

13.5.2019 : Dagatal fyrir viðburði í Kaupmannahöfn

Hér er yfirlit yfir viðburði fyrir Íslendinga.
Hugmyndin er að hafa eitt dagatal þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir það sem er á dagskrá í Kaupmannahöfn t.d. tónleikar, myndlist, íþróttir og hvað sem er sem tengist Íslendingum.
Sendu mér upplýsingar ef þú veist um eitthvað sem hægt er að setja inn á dagatalið.
Lesa meira
Magnús Gottfreðsson

6.5.2019 : Fræðimaður segir frá, Magnús Gottfreðsson. Spánska veikin á Íslandi 1918 og drepsóttir 19. aldar

Í þessu erindi verður saga spánsku veikinnar á Íslandi rifjuð upp og m.a. stuðst við samtímafrásagnir og lýsingar á einkennum og afleiðingum veikinnar. Jafnframt verður tæpt á rannsóknum á spánsku veikinni og drepsóttum 19. aldar, s.s. mislingafaröldrum, sem unnið hefur verið að hér á landi undanfarin ár.

Fimmtudaginn 9. maí kl. 17:00.

Aðgangur ókeypis - allir velkomnir.

 

Lesa meira
Síða 1 af 17