Fréttir og tilkynningar
Fyrirsagnalisti

Hafdís Bennett sýnir í Jónshúsi
Verið velkomin á opnun sýningar Hafdísar Bennett á íslenskum ljósmyndum í Jónshúsi.Ljósmyndir Hafdísar eru óvenjulegar að því leyti að þær eru nærmyndir af hinni sérkennilegu íslensku náttúru, hraunum, svörtum fjörum, stuðlabergi, mosa o.s.frv.
Lesa meira
Gunnar Þór Bjarnason hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2022
Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 21. apríl, á sumardaginn fyrsta. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Aðalræðumaður að þessu sinni var Berglind Hallgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Norrænu ráðherranefndinni.
Lesa meira
Hátíð Jóns Sigurðssonar
Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta, 21. apríl 202020, kl. 17.
Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á lofti verkum hans og hugsjónum.

Formleg opnun sýningar Írisar Aspar Sveinbjörnsdóttur ”Hringir”föstudaginn 8.apríl kl. 17:30 - 19:30
Ljósmyndaröðin Hringir fjallar um hið smáa í náttúrunni. Rýnt er í smáatriði í jörðinni sem fæstir veita eftirtekt, svo sem hrúðurkarla, trjábörk og mynstur í skófum. Myndefnið er stækkað upp og þannig fær áhorfandinn tækifæri til að kynnast lífinu undir fótum sínum á nýjan hátt.
Lesa meiraPáskabingó
Páskabingó Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn verður haldið í Jónshúsi sunnudaginn 10. apríl kl. 14.
Páskabingóið er að þessu sinni í boði IceFood.
Miðaverð er 35 kr fyrir fullorðna, 25 kr fyrir 12 ára og yngri.
Eitt spjald fylgir hverjum seldum miða. Hægt verður að kaupa fleiri bingóspjöld á staðnum.
Kaupa miða hér.
Boðið verður upp á kaffi/ te og safa fyrir börnin.

Bókagjöf
Jónshús á mikið af velunnurum sem færa bókasafninu bækur að gjöf. Í síðustu viku var safninu færð vegleg bókagjöf þar sem bræðurnir Carsten og Halldór færðu safninu yfir 100 ára gamlar Íslendingasögur og 100 ára gamla dansk-íslenska orðabók.
Lesa meiraFræðimaður segir frá
Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2022-2023
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota á tímabilinu 23. ágúst 2022 til 22. ágúst 2023. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 12. apríl næstkomandi.
Lesa meira
Auglýst er eftir umsóknum um styrk
Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Fjölskyldusjóði Carl Sæmundssen og eiginkonu (Carl Sæmundsen & hustrus Familiefond). Styrkir eru veittir til verkefna sem stuðla að þróun á dansk-íslenskum tengslum. Úthlutað er alls allt að 50 þúsund dkr.
Lesa meira
Prjónakaffi Garnaflækjunnar og listamannaspjall
Þriðjudaginn 1. mars kl. 18.30 – 21.30
Kl. 19:30 mun textillistakonan Ragna Bjarna segja okkur frá ferlinu á bak við sýninguna sem nú er á sal Jónshús. Verk Rögnu eru textílverk unnin út frá innsæi, innblásin af mismunandi efnisáferðum og leik með handverksaðferðir og litaval sem í gengum tíðina hafa talist kvenlæg.
Prjónakaffi Garnaflækjunnar eru opin öllum sem hafa gaman af handavinnu

Íslensk fjölskyldu guðsþjónusta í Esajas Kirke og sunnudagskaffi í Jónshúsi
Malmøgade 14, 2100 København Ø
Sunnudaginn 27. febrúar kl. 13.00
Kórarir Staka og Íslensku Barnakórarnir í Kaupmannahöfn leiða sönginn.
Prestur: Sr. Sigfús Kristjánsson
Sunnudagskaffihlaðborð kórsins Stöku
kl. 14.30 – 16.30
Kammerkórinn Staka heldur sunnudagskaffi í Jónshúsi að guðsþjónustu lokinni þar sem boðið er upp á ljúffenga heita rétti, sætar kökur og kaffi.
Nánari upplýsingar hér.

Opnun sýningarinnar ÞRÆÐIR//TRÅDE í Jónshúsi
Laugardaginn 12. febrúar frá kl. 16 - 18.
Ragna S. Bjarnadóttir fata- og textílhönnuður sýnir textílverk unnin út frá innsæi, innblásin af mismunandi efnisáferðum og leik með handverksaðferðir og litaval sem í gengum tíðina hafa talist kvenlæg.
Léttar veitingar í boði.

Yfirlit yfir starfsemi og viðburði í Jónshúsi 2021
Um leið og við þökkum fyrir liðið ár, óskum við notendum hússins, og fylgjendum á samfélagsmiðlum sem eru bæði hér í Danmörku og á Íslandi og öllum öðrum farsældar á árinu sem var að byrja og vonumst eftir að starfsemin haldi áfram að blómstra.
Lesa meira
Íslensku jólasveinarnir komnir í Jónshús!
Það er listakonan Kolbrún Guðjónsdóttir sem hannaði og bjó sveinana til að ógleymdum þeim Grýlu, Leppalúða og Jólakettinum.
Sýningin er á 2. hæð hússins.
Lesa meira
Íslenskur jólamarkaður sunnudaginn 5. desember frá kl. 13 - 16.
Líkt og undanfarin ár verður haldinn jólamarkaður í Jónshúsi þar sem Íslendingum gefst tækifæri að selja eigin hönnun, handverk, íslenska hönnun eða eitthvað matarkyns. Lista- og handverksmenn hafa boðað komu sína og verður því mikið og fjölbreytt úrval á boðstólum. Þetta er tilvalið tækifæri til að koma í Jónshús og skoða og fá sér heitt kakó, jólaglögg og eplaskífur og jafnvel kaupa eitthvað íslenskt og fallegt. Alllir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meiraÚthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2022
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð fyrir árið 2022. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 32 gildar umsóknir. Fræðimenn sem fengu úthlutun eru eftirtalin:
Lesa meiraVið erum öll öðruvísi
Laugardaginn 13. nóvember var formleg opnun sýningar Fjólu Jóns og Trausta Traustasonar.
Skemmtileg opnun með litríkum listaverkum, auk þess var boðið upp á léttar veitingar og tónlistarmaðurin Arnar Árna skemmti fólki með gítarleik og söng. Sýningin er opin á opnunartíma Jónshúss út desember 2021.

Fjóla Jóns og Trausti Traustason sýna í Jónshúsi
Formleg opnun sýningar "Við erum öll öðruvísi” laugardaginn 13. nóv. kl. 15.30.
Léttar veitingar og tónlistaratriði.
Verið velkomin.

Fjölmenn stjórn Íslendingafélagins Kaupmannahöfn
Föstudaginn 30. október var aðalfundur félagsins haldinn í Jónshúsi. Fjömenni mætti á fundinn.
Lesa meira
- Fyrri síða
- Næsta síða