Fréttir og tilkynningar (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

2.5.2025 : Rúnni Júll 80 ára

Í kvöld föstudaginn 2. maí kl. 20 húsið opnar kl. 19.

Ógleymanleg kvöldstund með bræðrunum, Baldri og Júlíusi, þar sem ferill rokkskáldsins verður rakinn með tónlist og fleygum sögum af Rúnari og samferðarmönnum hans. Ekkert verður dregið undan í frásögnum og flutningi þar sem hinar ýmsu hliðar eins mesta töffara íslenskrar rokksögu verða kynntar á einlægan og hreinskiptinn hátt. Þetta mun örugglega ekkert klikka.

Miðasala

67adc3591c364c1aef9dd09635d4e32a

29.4.2025 : Hátíð Jóns Sigurðssonar sumardaginn fyrsta

Myndir frá velheppnaðri hátíð, þegar  Íslenski söfnuðurinn í Danmörku hlaut Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2025.

Lesa meira

25.4.2025 : Íslenski söfnuðurinn í Danmörku hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2025.

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 24. apríl, á sumardaginn fyrsta. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Aðalræðumaður að þessu sinni var Ágúst Óskar Gústafsson heimilislæknir og tónlistarflutning annaðist félagar úr karlakórnum Hafnarbræður.

Lesa meira

23.4.2025 : Hátíð Jóns Sigurðssonar

Eins og undanfarin 17 ár verður hátíðardagskrá í Jónshúsi sumardaginn fyrsta.


Jonshus-bodskort-2025-240325-33-

22.4.2025 : Heldriborgarar í Kaupamannahöfn og nágrenni

Annan hvern miðvikudag er Vöfflukaffi í Jónshúsi. Ávalt notarleg stund yfir kaffibolla og nýbökuðum vöfflum þar sem spjallað er um daginn og veginn. Næsta vöfflukaffi er miðvikudaginn 23. apríl kl. 13. Skráning hér.

Fyrir þá sem ekki eru á samfélagsmiðlum er hægt að skrá sig á netfangið [email protected] 

Lesa meira

19.4.2025 : Páskamessa

Mánudaginn 21.apríl kl. 13 verður páskamessan okkar í Esajas Kirke.

  • Séra Sigfús Kristjánsson predikar og þjónar fyrir altari,
  • Kjartan Jósefsson Ogibene leikur á orgel og leiðir tónlistina
  • Kvennakórinn Eyja leiðir safnaðarsöng undir stjórn Jónasar Ásgeirs Ásgeirssonar

Eftir messuna verður íslenskt pönnukökukaffi í JónshúsiSkráning hér.   


Verið öll velkomin!

2.4.2025 : Álfar, huldurfólk og tröll og áhrif þeirra á íslenskt samfélag

Það var vel mætt í Jónshús þegar ljósmyndarinn og kvikmyndagerðakonan Inga Lisa Middleton og Bryndís Fjóla, heilari og garðyrkjufræðingur, fjölluðu um hvernig sagnir og sögur af huldufólki og álfum hafa haft áhrif á íslenskt samfélag, menningu og listir gegnum aldirnar.

Lesa meira

27.3.2025 : Auglýst eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2025–2026

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota frá 20. ágúst 2025 til 18. ágúst 2026.

 Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en föstudaginn 25. apríl næstkomandi.

Lesa meira

25.3.2025 : Á döfinni í Jónshúsi 26. mars - 1. apríl

Vöfflukaffi, Foreldramorgunn, Icelandair félagsvist, Hister singalong, Íslensk guðsþjónusta, Álfar, huldufólk og tröll og áhrif þeirra á íslenskt samfélag, menningu og listir og Garnaflækjan

Lesa meira

21.3.2025 : Prjónum og skreytum veifur

23. mars, opið hús frá 10:30 - 14:00
Fyrir börn á öllum aldri, 6-99 ára!
Komdu og prjónaðu og skreyttu veifur með okkur sunnudaginn 23. mars frá kl. 10:30 - 14:00.
Í ár bjóðum við börnum líka að taka þátt í Hátíðarprjónsverkefninu fyrir 17. júní og skreyta veifur sem munu fá heiðurssæti í Tívolí á sjálfan 17. júní!

Lesa meira

11.3.2025 : Velheppnuð opnun sýningar Inge Delfs

Velheppnuð opnun sýningar Inge Delfs laugardaginn 8. mars.

Fjöldi fólks lagði leið sýna í Jónshús á sólríkum laugardegi á opnun sýninginar Inge Delfs á andlistsmyndum.

Þetta er þriðja sýning Inge í Jónshúsi. Sýningin er öllum opin á opnuntíma Jónshúss til og með 3. apríl. 

Lesa meira

7.3.2025 : Velkomin í Jónshús

Krakkakirkjan, formleg opnum sýningar og alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Lesa meira

4.3.2025 : Inge Delfs sýnir í Jónshúsi

Verið velkomin á opnun sýningar okkar kæru nágrannakonu Inge Defls laugardaginn 8. mars kl. 14 - 17.
 Verk Inge eru andlitsmyndir. 

Lesa meira

25.2.2025 : Kveðjutónleikar og mótaka í að loknum tónleikum

Þetta verða síðustu tónleikar Stöku með kórstjóranum Bjarna Frímanni. Lesa meira

20.2.2025 : Það verður mikið um að vera í Jónshúsi um helgina

Laugardagur 22. febrúar

11:00 Krakkakirkja

14:00 Tarotspila norrænna goðsagna

18:30 Úrslitakvöld fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins

Sunnudagur 23. febrúar

10:30 Fermingarfræðsla

11:00 AA- fundur

13:00 Íslensk messa í Esjas kirkju

14:15 Pönnukökukaffi 

Lesa meira

19.2.2025 : Tarotspil norrænna goðsagna

Laugardaginn 22. febrúar mun Kristín Ragna Gunnarsdóttir, rithöfundur, teiknari og höfundur Tarotspila norrænna goðsagna, segja frá tilurð spilanna og táknmáli þeirra í Jónshúsi í Kaupmannahöfn kl. 14 - 16.

Aðgangur ókeypis og heitt á könnunni. 
Verið öll velkomin!

Lesa meira

5.2.2025 : - Yin yoga í Jónshúsi -

Sunnudagskvöldið 9. febrúar verð ég með 75 mínútna yin yoga tíma í Jónshúsi. Yin yoga er mjúkt en krefjandi yoga, þar sem unnið er með djúpvefi líkamans og eru flestar stöður framkvæmdar sitjandi eða liggjandi. Tíminn hentar öllum, óháð því hvort þú hafir stundað yoga áður eða ekki. Við klárum svo tímann á liggjandi leiddri slökun

Lesa meira

29.1.2025 : Tilnefning til verðlauna Jóns Sigurðssonar

Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar óskar eftir tilnefningum til verðlauna Jóns Sigurðssonar forseta, sem eru veitt af Alþingi í minningu starfa Jóns Sigurðssonar í þágu Íslands og Íslendinga. Verðlaunin eru afhent á hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta ár hvert.

Tilnefningar óskast sendar á netfangið [email protected] fyrir 30. janúar nk.

Eftirtalin hafa hlotið verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008:


Lesa meira

21.1.2025 : Íslensk guðsmessa og pönnukökukaffi

Sunnudaginn 26.janúar kl. 13 verður íslensk messa í Esajas Kirke í Kaupmannahöfn.
Við hlökkum til að sjá sem flesta í notalegri stund.
  • Séra Sigfús Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari.
  • Kjartan Jósefsson Ognibene leikur á orgelið og leiðir tónlistina.
  • Kvennakórinn Eyja syngur undir stjórn Jónasar Ásgeirs Ásgeirssonar. Njótum þess að syngja saman, biðja og hlusta á hugleiðingu.
  • Eftir stundina verður íslenskt Pönnukökukaffi í Jónshúsi 

Verið öll velkomin!

14.1.2025 : Tilnefning til verðlauna Jóns Sigurðssonar

Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar óskar eftir tilnefningum til verðlauna Jóns Sigurðssonar forseta, sem eru veitt af Alþingi í minningu starfa Jóns Sigurðssonar í þágu Íslands og Íslendinga.
2_1736865600810
Verðlaunin eru afhent á hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta ár hvert.

Lesa meira
Síða 2 af 27