Fréttir og tilkynningar (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

11.10.2022 : Hulda Sif Ásmundardóttir sýnir í Jónhúsi

Föstudaginn 14. október var formleg opnun sýningar Huldu Sifjar - Í KAPPLASKÓLI. 

Sýningin er opin á opnunartíma Jónshús til og með 10. nóv.

Lesa meira

4.10.2022 : Í KAPLASKJÓLI

Verið velkomin á opnun sýningar Huldu Sifjar föstudaginn 14. október kl. 17. 

Hulda Sif Ásmundsdóttir er búsett í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni og er á öðru ári í mastersnámi í ljósmyndun við Listaháskólann í Gautaborg; HDK-Valand.Í náminu er hún að vinna með ljósmyndasafn föðurömmu sinnar sem hún gaf henni fyrir rúmlega 15 árum síðan. Hingað til hefur Hulda Sif unnið að sínum eigin verkefnum en aldrei áður fengist við efni annarra.

 

Lesa meira

29.9.2022 : Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2023

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2023. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 1. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

20.9.2022 : Krakkakirkja í Jónshúsi

Laugardaginn 24. september kl. 11. verður bangsadagur í Krakkakirkjunni. 

Börn hvött til að taka bangsana sína með. Boðið verður upp á  "bangsablessun" fyrir þá sem vilja.

Allir velkomnir.

Aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar hér.

Lesa meira

16.9.2022 : Íslensk guðsþjónusta

Guðsþjónusta septembermánaðar er næsta sunnudag 18. september kl. 13. í Esajas kirkju.
Organisti verður Sóla Aradóttir, Staka leiðir sönginn og prestur safnaðarins þjónar.

6.9.2022 : Þó nokkuð mörg augnablik

Verið velkomin í Jónshús á laugardaginn 10. september kl. 13:30 á formlega opnun sýnar Steinunnar Helgu Sigurðardóttur sem ber heitið "Þó nokkur mörg augnabik"

Lesa meira

1.9.2022 : Fjölbreytt dagskrá í Jónshúsi

 Garnaflækjan, formleg opnun sýningar Steinunnar Helgu, Fróðar konur og fleira.
Sjá nánar hér.

Guðrún og Halla

30.8.2022 : Andvari í 99 ár

Bókagjöf frá Guðrúnu Karólínu Jóhannsdóttur.

 

Við þökkum Guðrúnu og fjölskyldu hennar fyrir höfðinglega gjöf. Bækurnar eru fallegar og innihalda menningararf okkar Íslendinga. Eru nú geymdar á bókasafninu í íbúð Ingibjargar og Jóns þar sem fólki gefst kostur á að blaða í þeim.

Lesa meira

12.8.2022 : Fræðimaður segir frá

Ragný Þóra Guðjohnsen sem nú dvelur sem fræðimaður í Jónshúsi heldur erindi fyrir foreldra fimmtudaginn 18. ágúst kl. 12:30.

Lesa meira
Inga Dóra, Birgitte og Halla umsjónarmaður Jónshúss

11.8.2022 : Samsýning Ingu Dóru Sigurðardóttur og Birgitte Dreng Sørensen í Jónshúsi til 7. september.

Laguardaginn 6. ágúst var formleg opnun sýningar Ingu Dóru Sigurðardóttur og Birgitte Dreng Sørensen í Jónshúsi sem ber heitið Nordisk natur sem á íslensku þýðir norræn náttúra.

Lesa meira

10.8.2022 : Fræðslufundur - fleirtyngd börn

Í kvöld bíður Jórunn Einarsdóttir kennari upp á ókeypis fræðslufyrirlestur fyrir foreldra fleirtyngdra barna í Jónshúsi, miðvikudaginn 10. ágúst nk. kl. 19:00.
Farið verður yfir þær áskoranir sem geta fylgt því að viðhalda íslenskunni og hvernig hægt er að efla og styrkja tungumálið heima.
Auk þess mun Jórunn gefa hugmyndir að góðu og aðgengilegu námsefni sem ég hef stuðst við í minni kennslu undanfarin ár.




31.7.2022 : Velkomin á opnun sýningar Ingu Dóru Sigurðardóttur og Birgitte Dreng Sørensen "Nordisk natur"

Laguardaginn 6. ágúst kl. 13 opna Inga Dóra Sigurðardóttir og Birgitte Dreng Sørensen samsýningu í Jónshúsi sem ber heitið Nordisk natur sem á íslensku þýðir norræn náttúra.

Lesa meira
Íbúðarleit

15.7.2022 : Íbúðarleit

Nú eru margir að leita sér að húsnæði á Kaupmannahafnarsvæðinu.  Dagmar Þórisdóttir hefur tekið saman lista hvar hægt er að leita að húsnæði.

Ertu í íbúðarleit, þá eru hér nokkrar hugmyndir:

Lesa meira

1.7.2022 : Jónshús lokað vegna sumarleyfa til 31.júlí

Húsið er lokað frá 1. júlí til og með 31. júlí. Jónshús opnar aftur þriðjudaginn 2. ágúst.


Gleðilegt sumar.

8.6.2022 : Dagana 17. og 18. júní veður mikið um að vera í Kaupmannahöfn.

17. júní í Tívolí,  Jón Kr. Ólafsson og Ingimar Oddsson í Jónhúsi,  Blaz Roca, Blaffi og DJ Bimbi í Færeyjarhúsinu og vegleg Þjóðhátíaðrdagskrá laugardaginn 18. júní

Lesa meira
Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

25.5.2022 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2022 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 33 gildar umsóknir.

Fræðimenn sem fengu úthlutun eru:

Lesa meira

19.5.2022 : Hafdís Bennet sýnir í Jónshúsi

Þriðjudaginn 17. maí var formleg opnun ljósmyndasýningar Hafdísar Bennett.

Ljósmyndir Hafdísar eru eru nærmyndir af hinni sérkennilegu íslensku náttúru, hraunum, svörtum fjörum, stuðlabergi, mosa o.s.frv. Sýningin hefur farið víða og fengið góða dóma. Meðal annars hefur hún verið sett upp í íslenska sendiráðinu í London og á þremur stöðum á Islandi. Hafdis Bennett er íslensk listakona sem hefur verið búsett í London i fjölmörg ár.

Lesa meira

11.5.2022 : Hafdís Bennett sýnir í Jónshúsi

Verið velkomin á opnun sýningar Hafdísar Bennett á íslenskum ljósmyndum í Jónshúsi.Ljósmyndir Hafdísar eru óvenjulegar að því leyti að þær eru nærmyndir af hinni sérkennilegu íslensku náttúru, hraunum, svörtum fjörum, stuðlabergi, mosa o.s.frv.

Lesa meira

25.4.2022 : Gunnar Þór Bjarnason hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2022

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 21. apríl, á sumardaginn fyrsta. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Aðalræðumaður að þessu sinni var Berglind Hallgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Norrænu ráðherranefndinni.

Lesa meira

11.4.2022 : Hátíð Jóns Sigurðssonar

Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta, 21. apríl 202020, kl. 17.
Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á lofti verkum hans og hugsjónum. 

Lesa meira
Síða 2 af 23