Fréttir og tilkynningar (Síða 2)
Fyrirsagnalisti

Eydís Ingimundardóttir sýnir í Jónshúsi
Laugardaginn 25. febrúar var formleg opnun sýningar Eydísar Ingimundardóttur ”Fjallkonur".Verkin eru túlkun Eydísar á ímynd Fjallkonunnar og íslenskum fjöllum.Fjöldi fólks lagði leið sína í Jónshús boðið var upp á léttar veitingar. Sýningin er opin á opnunartíma Jónshúss til og með 30.03. 2023 og eru myndirnar til sölu.
Lesa meira
Íslensk guðsþjónusta
Sunnudaginn 26. febrúar kl. 13 verður hátíðleg stund í Esajas Kirke þar sem nýja sálmabókin verður formlega tekin í notkun hjá okkur í Íslenska söfnuðinum í Danmörku.
Séra Sigfús Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari,Kjartan Jósefsson Ognibene leikur á orgel og leiðir tónlistina.
Eyja, íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn leiðir safnaðarsöng.
Nánari upplýsingar hér.
Öll velkomin!

Fræðimenn sögðu frá
Rithöfundarnir Þórdís Gísladóttir og Kristín Svava Tómasdóttir sem dvelja sem fræðimenn í Jónshúsi sögðu frá því sem þær eru að fást meðan þær dvelja í Jónshúsi.Þær eiga það sameiginlegt að rannsaka sögur íslenskra kvenna í Kaupmannahöfn, en þær hafa oft hlotið minni athygli en sögur af körlum.
Lesa meira
50 ár frá eldgosi á Heimaey
Vestmannaeyjamessa í Esajas Kirke og samverustund í Jónshúsi sunnudaginn 22. janúar.
Lesa meiraFjölbreytt dagskrá framundan í Jónshúsi
Nýtt fréttabréf
Lesa meiraGleðilegt ár
Um leið og við þökkum fyrir liðið ár, óskum við notendum hússins, og fylgjendum á samfélagsmiðlum sem eru bæði í Danmörku og á Íslandi og öllum öðrum farsældar á árinu sem var að byrja og vonumst eftir að starfsemin haldi áfram að blómstra.
Hér má lesa samantekt um starfsemina í Jónshúsi árið 2022.
Lesa meiraÚthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2023
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð fyrir árið 2023. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 39 gildar umsóknir. Fræðimenn sem fengu úthlutun eru eftirtalin:
Lesa meira
A.P. MØLLERS FOND
A.P. MØLLERS FOND auglýsir eftir umsóknum frá íslenskum námsmönnum sem eru í framhaldsnámi í Danmörku.
Umsóknarfrestur er til og með 31.desember 2017.

Íslenskur jólamarkaður í Jónshúsi
Laugardaginn 3. desember frá kl. 14 til 17
Líkt og undanfarin ár verður haldinn jólamarkaður í Jónshúsi þar sem Íslendingum gefst tækifæri á að selja eigin hönnun, handverk eða eitthvað matarkyns.
Veitingasala verður í umsjá Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn
Lesa meira
Töfrar
Fjóla Jóns sýnir í Jónshúsi
Verkin eru öll abstrakt-expressjónísk, unnin með akrýl og olíu, innblásin af töfrum náttúrunnar, litagleðinni og líðandi stundu.
Sýningin er opin á opnunartíma Jónshúss til og með 31. 12. 2022

Litlu jól félags heldri borgara
Litlu jól miðvikudaginn 23. nóvember í Jónshúsi.
Boðið verður upp á "traditional" Mortens önd.
Jólagrautur að hætti undirbúningsnefndar.

Fjóla Jóns sýnir í Jónshúsi
Þér og þínum er boðið á opnun myndlistar sýningarinnar Töfrar laugardaginn 12. nóvember kl. 16.
Boðið verður upp á léttar veitingar, lifandi tónlist og notalega stemningu.
Nánar um viðburðinn hér.

"Íslensk lopapeysa – verndað afurðaheiti"
Garnaflækjan í Kaupmannahöfn fær góðan gest á þriðjudaginn, Ásdís Jóelsdóttir mun halda erindi um íslensku lopapeysuna. Allir velkomnir - með eða án handavinnu.
Skráning á viðburðinn æskileg - auðveldar allan undirbúning.

Hulda Sif Ásmundardóttir sýnir í Jónhúsi
Föstudaginn 14. október var formleg opnun sýningar Huldu Sifjar - Í KAPPLASKÓLI.
Sýningin er opin á opnunartíma Jónshús til og með 10. nóv.

Í KAPLASKJÓLI
Verið velkomin á opnun sýningar Huldu Sifjar föstudaginn 14. október kl. 17.
Hulda Sif Ásmundsdóttir er búsett í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni og er á öðru ári í mastersnámi í ljósmyndun við Listaháskólann í Gautaborg; HDK-Valand.Í náminu er hún að vinna með ljósmyndasafn föðurömmu sinnar sem hún gaf henni fyrir rúmlega 15 árum síðan. Hingað til hefur Hulda Sif unnið að sínum eigin verkefnum en aldrei áður fengist við efni annarra.
Lesa meira

Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2023
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2023. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 1. nóvember næstkomandi.
Lesa meiraKrakkakirkja í Jónshúsi
Laugardaginn 24. september kl. 11. verður bangsadagur í Krakkakirkjunni.
Börn hvött til að taka bangsana sína með. Boðið verður upp á "bangsablessun" fyrir þá sem vilja.
Allir velkomnir.
Aðgangur ókeypis.
Nánari upplýsingar hér.

Íslensk guðsþjónusta
Guðsþjónusta septembermánaðar er næsta sunnudag 18. september kl. 13. í Esajas kirkju.
Organisti verður Sóla Aradóttir, Staka leiðir sönginn og prestur safnaðarins þjónar.

Þó nokkuð mörg augnablik
Verið velkomin í Jónshús á laugardaginn 10. september kl. 13:30 á formlega opnun sýnar Steinunnar Helgu Sigurðardóttur sem ber heitið "Þó nokkur mörg augnabik"
Lesa meiraFjölbreytt dagskrá í Jónshúsi
Garnaflækjan, formleg opnun sýningar Steinunnar Helgu, Fróðar konur og fleira.
Sjá nánar hér.