Fréttir og tilkynningar (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

29.10.2021 : Íslensk guðsþjónusta í Esajas Kirke

Malmøgade 14, 2100 København Ø
Sunnudaginn 31.október kl. 13

Innsetningarmessa

Sr. Sigfús Kristjánsson sem tók nýlega við embætti sem prestur íslenska safnaðarins verður settur í embætti.

Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setur Sigfús í embætti og auk þeirra þjóna prestar íslensku safnaðanna í Noregi og Svíþjóð.

Kjartan Ognibene verður við orgelið og leiðir tónlistina ásamt félögum úr Kvennakór Kaupmannahafnar.

Kaffihlaðborð Kvennakórs Kaupmannahafnar

Sunnudaginn 31. október kl. 14.30 – 16.30

Komið í Jónshús og njótið kaffihlaðborðs Kvennakórsins með vinum og vandamönnum. Boðið er upp á hnallþórur, heita rétti, brauðtertur, pönnukökur og fleira.

Nánari upplýsingar hér.

27.10.2021 : Fræðimaður segir frá

Páll Baldvin Baldvinsson fræðimaður í Jónshúsi 

Lesa meira
Falki-stor

26.10.2021 : Fundarboð

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn verður haldinn föstudaginn 29.október kl. 17.30 í Jónshúsi, Øster Voldgade 12, 1350 Kbh. K

Lesa meira

25.10.2021 : Fundarboð á aðalfund

Aðalfundur íslenska safnaðarins í Danmörku verður haldinn í Jónshúsi þriðjudaginn 26. október kl. 18.

 

Lesa meira

13.10.2021 : Halla og Hrannar ganga um Kaupmannahöfn og nágrenni, taka myndir og segja sögur

Í febrúar 2016 gengum við hjónin á slóðir Jóns Sigurðssonar. Vorum nýflutt í Jónshús og fannst viðeigandi að kynna okkur aðstæður sjálfstæðishetjunnar. Settum myndir á facebook og skrifuðum smá texta. Jónsgöngurnar urðu alls þrjár.

Lesa meira
Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

1.10.2021 : Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2022

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2022. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 2. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

23.9.2021 : Fréttabréf 23. september 2021

Fjölbreytt dagskrá næstu daga í Jónshúsi.

Lesa meira

17.9.2021 : Auður Hauksdóttir hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar árið 2021.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2021 féllu í hlut Auðar Hauksdóttur, prófessors emeritus.

Lesa meira

13.9.2021 : Hálfrar aldar afmæli félagsstarfs í Jónshúsi

Þann 12. september 2020 voru 50 ár frá upphafi félags- og menningarstarfs Íslendinga í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Vegna kringumstæðna íheimsfaraldri var ekki unnt að fagna þessum tímamótum fyrr en nú, tæpu ári síðar, laugardaginn 11. september 2021.

Lesa meira

6.9.2021 : Jónshús í 50 ár

Afmælishátíð í Jónshúsi

Laugardaginn 11.september  frá kl. 16 - 19.

Á sal Jónshúss verða veggspjöld sem sýna brot úr sögu hússins, en auk þess verða til sýnis margar ljósmyndir úr starfi hússins.
Sett verður upp aðstaða fyrir utan húsið þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki.
Vonumst við til að flestir leggi leið sína í Jónshús og fagni með okkur.

 

Lesa meira

26.8.2021 : FORSETAHJÓN Í JÓNSHÚSI

Nokkrar myndir frá velheppnaðri heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, og Elizu Reid í Jónshús.

Lesa meira

16.8.2021 : Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid heimsækja Jónshús

Fimmtudaginn 19. ágúst kl. 10:30 - 11:30.

Allir velkomnir 

Lesa meira

13.8.2021 : Hinsegin huldukonur: Um graðar konur og rómantíska vináttu fyrr á öldum

Fræðimenn segja frá, föstudaginn 20. ágúst kl 17. 

Allir velkomnir

Aðgangur ókeypis

Lesa meira

11.8.2021 : Íslenskuskólinn í Kaupmannahöfn

Í næstu viku hefst kennsla í skólanum sem nú fer fram á vikum dögum.

Lesa meira

6.8.2021 : „Vinur minn“ er sýning með kærum vinum sem vinna með vinahugtakið.

Laugardaginn 7. ágúst verður formleg opnun sýningar Guðna Más og Steinunnar Helgu.

Lesa meira
Íbúðarleit

28.7.2021 : Íbúðarleit

Nú eru margir að leita sér að húsnæði á Kaupmannahafnarsvæðinu.  Dagmar Þórisdóttir hefur tekið saman lista hvar hægt er að leita að húsnæði.

Ertu í íbúðarleit, þá eru hér nokkrar hugmyndir:

Lesa meira

1.7.2021 : Jónshús lokað vegna sumarleyfa til 31.júlí

Húsið er lokar frá 1. júlí til og með 31. júlí. Jónshús opnar aftur sunnudaginn 1. ágúst.
Gleðilegt sumar.

2.6.2021 : Fræðimaður segir frá

Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands og fræðimaður mun halda kynningu á eldsumbrotunum í Jónshúsi nk. miðvikudag, 2. júní. kl. 13.
Þar mun hann sýna tvö stutt myndbönd um gosið, ræða þennan jarðfræðilega viðburð, og svara spurningum. Þá hefur hann meðferðis sýni af yngsta bergi á jörðinni fyrir þátttakendur að skoða og handleika.

Lesa meira

17.5.2021 : Böðvari Guðmundssyni veitt verðlaun Jóns Sigurðssonar 2020

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2020 féllu í hlut Böðvars Guðmundssonar, rithöfundar, ljóðskálds, leikskálds og fyrrverandi kennara. Böðvari voru veitt verðlaunin fyrir framlag hans til að stuðla að blómlegri menningar- og félagsstarfsemi í Jónshúsi, en í september 2020 var hálf öld liðin frá því að Jónshús varð miðstöð félags- og menningarstarfsemi Íslendinga í Kaupmannahöfn.

Lesa meira
Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

10.5.2021 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2021 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 27 gildar umsóknir. Þeir sem fengu úthlutað á yfirstandandi tímabili en gátu ekki nýtt dvöl vegna ferðatakmarkana og heimsfaraldurs kórónuveiru fengu forgang við úthlutun, sbr. auglýsingu á vef Jónshúss.

Fræðimenn sem fengu úthlutun, fyrir utan þá sem bættur var dvalartími, eru:

Lesa meira
Síða 2 af 21