Fréttir og tilkynningar
Fyrirsagnalisti

Íslensk messa í Esajas kirkju
Sunnudaginn 28. september eftir messuna er pönnukökukaffi í Jónshúsi
Lesa meiraDagskrá vikuna 16. - 21. september
Handavinnudagur, Pub Quiz, Krakkakirkjan, Huldustígur og Garnaflækjan
Lesa meira
Þar lá mín leið
Hér eru myndir frá vel heppnuðum viðburði þar sem þær Ólína Ákadóttir og Steinunn María Þormar fluttu söngleik sem þær sömdu, byggðan á verkum Jórunnar Viðar.
Lesa meiraDagskrá 2. - 7. september 2025
Fjölbreytt dagskrá framundan í Jónshúsi
Garnaflækjan, Fermingarfræðsla – kynningarfundur, Fótbolti í beinni og Söngleikur; Þar lá mín leið
Fermingarfræðsla
Kynningarfundur fimmtudaginn 4. september kl. 16:30 í Jónshúsi
Lesa meiraHeldriborgarar í Kaupmannahöfn og nágrenni
Heldriborgarar í Kaupmannahöfn og nágrenni er félagsskapur sem var stofnaður í september 2019 með það að markmiði að sameina Íslendinga á besta aldri á Kaupamannahafnarsvæðinu.
Lesa meira
Þar lá mín leið
Þar lá mín leið er nýr söngleikur eftir Ólínu Ákadóttur og Steinunni Maríu Þormar sem byggður er á verkum Jórunnar Viðar. Söngleikurinn fjallar um unga konu, Huldu, sem fetar sig á braut ástarinnar og ræktar sambönd við sig og aðra.
Lesa meira
Móðurmálsskólann í íslensku veturinn 2025-2026
Fyrirkomulagið er eins og síðasta vetur kennt í Jónshúsi á þriðjudögum og í Íslandsbryggjuskóla á miðvikudögum.
Kennsla hefst
- 0 - 2 bekkur þriðjudaginn 12. ágúst í Jónshúsi í oddatöluviku kl.15. - 17:30, í viku 33.
- 3.-9. bekkur þriðjudaginn 19. ágúst í Jónshúsi í sléttutölu vikum, kl.15 - 18, í viku 34.
- Miðvikudaginn 13. ágúst í Íslandsbryggjuskóla SIB (Skolen på Islands Brygge), Bassisskolen, Artillerivej 57, sama stofa og síðast í byggingu 5, stofa 582. Kl.15 -17. í viku 33.

Velkomin á opnum sýninar Kerfi í Jónshúsi 9. ágúst.
Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistarmaður, skáld og kennari og hefur áður haldið einkasýningu í Jónshúsi eða fyrir rúmlega tuttugur árum síðan.
Listaverk Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna auk þess sem hringrásarhagkerfið hefur alltaf verið ofarlega á baugi í hennar verkum enda mikill umhverfissinni.
Öll verkin á sýningunni Kerfi eru gerð úr endurunnum listaverkum á striga en einnig verða ný grafíkverk sem eru eins konar tilraunir með form
Lesa meira
Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2025 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 58 gildar umsóknir.
Fræðimenn sem fengu úthlutun eru:
Lesa meiraSumarlokun 2025
Húsið er lokað frá 1. til og með 31. júlí
Húsið opnar að nýju föstudaginn 1. ágúst kl.11
Njótið sumarsins

Þjóðhátíðardagur Íslands var fagnað í Tivoli, fjórða árið í röð.
Garðurinn var fallega skreyttur íslenska fánanum og handprjónuðum veifum úr íslenskri ull í fánalitunum.
Í ár var sú nýbreytni að íslensk börn búsett í Kaupmannahöfn skreyttu veifur með þæfðri ull sem bætt var í safnið. Nú prýða 3000 veifur Tivoli á 17. júní.
Lesa meira
Þjóðhátíð
Þjóðhátíðardagur Íslendinga nálgast!
Komdu og fagnaðu með okkur 14. júní á Amagerströnd.Það verður hátíðardagskrá fyrir alla aldurshópa – tónlist, ræður, veitingasala og leikir fyrir alla!
Lesa meira
Fermingarmessa
Laugardaginn 7.júní verður fermingarmessa íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn í Esajas kirkju kl. 11.
Lesa meira
Skráning í Móðurmálsskólan
Skráning er hafin í Móðurmálsskóla Kaupmannahafnar fyrir skólaárið 2025 - 2026. Börn sem eru búsett í Kaupmannahöfn og eru að byrja í 0.bekk haka við, að þau vilji kennslu í íslensku (í sínu móðurmáli) og eiga trygga skráningu.
Annað gildir um þá sem eru utan Kaupmannahafnar þau þurfa að skrá sig í gegnum skólann sinn (sína kommunu). Þetta kostar ekkert fyrir nemendur, en bæjarfélögin eiga að greiða fyrir þá sem eru utan Kaupmannahafnar.
Það þarf að skrá nemendur fyrir miðjan júní.
Lesa meira
Íbúðarleit
Nú eru margir að leita sér að húsnæði á Kaupmannahafnarsvæðinu. Dagmar Þórisdóttir hefur tekið saman lista hvar hægt er að leita að húsnæði.
Ertu í íbúðarleit, þá eru hér nokkrar hugmyndir:
Lesa meira
EUROVISION-PARTÝ Í JÓNSHÚSI!
Laugardaginn 17. maí höldum við geggjað Eurovision-partý í Jónshúsi!Húsið opnar kl. 18:00 og framundan er kvöld fullt af skemmtun – meðal annars verður pub quiz, drykkjuleikir og verðlaun verða veitt fyrir þá sem giska rétt á topp 5 í úrslitunum!
Lesa meira
Fræðimaður segir frá
Snjólaug Árnadóttir sem nú er fræðimaður í Jónshúsi halda erindi sem ber heitið "Loftslagsmál fyrir dómstólum" miðvikudaginn 14. maí kl. 13.
Allir velkomnir
Aðgangur ókeypis

Rúnni Júll 80 ára
Það var heldur betur líf og fjör í Jónshúsi á föstudagskvöld þegar bræðurnir og Keflvíkingarnir Baldur og Júlíus Guðmundssynir héldu tónleika til minnast Rúnna Júll föður þeirra sem hefði orðið 80 ára í apríl.
- Fyrri síða
- Næsta síða