Fréttir og tilkynningar (Síða 8)
Fyrirsagnalisti

Íslenskur jólamarkaður sunnudaginn 5. desember frá kl. 13 - 16.
Líkt og undanfarin ár verður haldinn jólamarkaður í Jónshúsi þar sem Íslendingum gefst tækifæri að selja eigin hönnun, handverk, íslenska hönnun eða eitthvað matarkyns. Lista- og handverksmenn hafa boðað komu sína og verður því mikið og fjölbreytt úrval á boðstólum. Þetta er tilvalið tækifæri til að koma í Jónshús og skoða og fá sér heitt kakó, jólaglögg og eplaskífur og jafnvel kaupa eitthvað íslenskt og fallegt. Alllir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meiraÚthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2022
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð fyrir árið 2022. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 32 gildar umsóknir. Fræðimenn sem fengu úthlutun eru eftirtalin:
Lesa meiraVið erum öll öðruvísi
Laugardaginn 13. nóvember var formleg opnun sýningar Fjólu Jóns og Trausta Traustasonar.
Skemmtileg opnun með litríkum listaverkum, auk þess var boðið upp á léttar veitingar og tónlistarmaðurin Arnar Árna skemmti fólki með gítarleik og söng. Sýningin er opin á opnunartíma Jónshúss út desember 2021.

Fjóla Jóns og Trausti Traustason sýna í Jónshúsi
Formleg opnun sýningar "Við erum öll öðruvísi” laugardaginn 13. nóv. kl. 15.30.
Léttar veitingar og tónlistaratriði.
Verið velkomin.

Fjölmenn stjórn Íslendingafélagins Kaupmannahöfn
Föstudaginn 30. október var aðalfundur félagsins haldinn í Jónshúsi. Fjömenni mætti á fundinn.
Lesa meira

Íslensk guðsþjónusta í Esajas Kirke
Malmøgade 14, 2100 København Ø
Sunnudaginn 31.október kl. 13
Innsetningarmessa
Sr. Sigfús Kristjánsson sem tók nýlega við embætti sem prestur íslenska safnaðarins verður settur í embætti.
Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setur Sigfús í embætti og auk þeirra þjóna prestar íslensku safnaðanna í Noregi og Svíþjóð.
Kjartan Ognibene verður við orgelið og leiðir tónlistina ásamt félögum úr Kvennakór Kaupmannahafnar.
Kaffihlaðborð Kvennakórs Kaupmannahafnar
Sunnudaginn 31. október kl. 14.30 – 16.30
Komið í Jónshús og njótið kaffihlaðborðs Kvennakórsins með vinum og vandamönnum. Boðið er upp á hnallþórur, heita rétti, brauðtertur, pönnukökur og fleira.
Nánari upplýsingar hér.

Fundarboð
Aðalfundur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn verður haldinn föstudaginn 29.október kl. 17.30 í Jónshúsi, Øster Voldgade 12, 1350 Kbh. K
Lesa meira
Fundarboð á aðalfund
Aðalfundur íslenska safnaðarins í Danmörku verður haldinn í Jónshúsi þriðjudaginn 26. október kl. 18.
Lesa meira

Halla og Hrannar ganga um Kaupmannahöfn og nágrenni, taka myndir og segja sögur
Í febrúar 2016 gengum við hjónin á slóðir Jóns Sigurðssonar. Vorum nýflutt í Jónshús og fannst viðeigandi að kynna okkur aðstæður sjálfstæðishetjunnar. Settum myndir á facebook og skrifuðum smá texta. Jónsgöngurnar urðu alls þrjár.
Lesa meiraAuglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2022
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2022. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 2. nóvember næstkomandi.
Lesa meiraFréttabréf 23. september 2021
Fjölbreytt dagskrá næstu daga í Jónshúsi.
Lesa meira
Auður Hauksdóttir hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar árið 2021.
Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2021 féllu í hlut Auðar Hauksdóttur, prófessors emeritus.
Lesa meira
Hálfrar aldar afmæli félagsstarfs í Jónshúsi
Þann 12. september 2020 voru 50 ár frá upphafi félags- og menningarstarfs Íslendinga í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Vegna kringumstæðna íheimsfaraldri var ekki unnt að fagna þessum tímamótum fyrr en nú, tæpu ári síðar, laugardaginn 11. september 2021.
Lesa meiraJónshús í 50 ár
Afmælishátíð í Jónshúsi
Laugardaginn 11.september frá kl. 16 - 19.
Á sal Jónshúss verða veggspjöld sem sýna brot úr sögu hússins, en auk þess verða til sýnis margar ljósmyndir úr starfi hússins.
Sett verður upp aðstaða fyrir utan húsið þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki.
Vonumst við til að flestir leggi leið sína í Jónshús og fagni með okkur.
Lesa meira

FORSETAHJÓN Í JÓNSHÚSI
Nokkrar myndir frá velheppnaðri heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, og Elizu Reid í Jónshús.
Lesa meiraÍslenskuskólinn í Kaupmannahöfn
Í næstu viku hefst kennsla í skólanum sem nú fer fram á vikum dögum.
Lesa meira
„Vinur minn“ er sýning með kærum vinum sem vinna með vinahugtakið.
Laugardaginn 7. ágúst verður formleg opnun sýningar Guðna Más og Steinunnar Helgu.
Lesa meira