Fréttir og tilkynningar (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

8.1.2025 : Pub Quiz og bjórkvöld

Föstudaginn 10. janúar kl.20 í Jónshúsi.

Lesa meira

3.1.2025 : Gleðilegt ár

19.12.2024 : Íslensk jólamessa

Fimmtudaginn 26. desember verður Jólamessa íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn í Esajas kirkju kl. 13

Lesa meira

4.12.2024 : Jólagleði

Íslendingafélagið stendur fyrir Jólagleði - tombóla sunnudaginn 8.desember í Jónshúsi.
TombólaSölu miðanna verður dreift yfir allan daginnn og svo að allir geti verið með og átt möguleika á vinning.
Margir vinningar í boði og er miðinn á aðeins 5 krónur.
Það er ókeypis aðgangur og allir hjartanlega velkomnir.Íslendingafélagið veður með jólaglögg, eplaskífur, kakó og fleira til sölu gegn vægu verði.️Við hlökkum til að sjá sem flesta
Stjórnin

28.11.2024 : Aðventustund

Í Esajas kirkju og heitt súkkulaði og smákökur í Jónshúsi fyrsta sunnudag í aðventu 1. desember. 

Lesa meira

26.11.2024 : Jóla - forkost

Eins og undanfarin ár hefur stjórn Heldriborgara staðið fyrir jóla - frokst.Í ár verður boðið upp á mat frá Kokken og Jomfruen.

Staðfesta þarf komu með því að borga í síðasta lagi þann 27. nóvember. 

 

 

Lesa meira

22.11.2024 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2025

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð fyrir árið 2025. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 62 gildar umsóknir.

Lesa meira
Þegar Danir gáfu Íslendingum Thorvaldsen

19.11.2024 : „Þegar Danir gáfu Íslendingum Thorvaldsen“

Velkomin í Jónshús miðvikudaginn 20. nóv. kl. 13
Eiríkur G. Guðmundsson er sagnfræðingur og fyrrverandi þjóðskjalavörður. Hann hefur rannsakað þjóðhátíðina 1874 og aðdraganda gjafar Kaupmannahafnarborgar. Það eru einkum skjöl í skjalasafni þeirrar borgar sem varpa ljósi á hvernig ákvörðunina bar að og hvaða atburðir tóku við í kjölfar hennar. En þá hófst margra mánaða atburðarás með margvíslegum áskorunum. Fjölmargir fagmenn og verktakar léku þar hlutverk.
Átti að gefa Íslendingum eintak úr marmara eða bronsi?
Hvar átti styttan að standa?
Hvar átti að búa til fótstallinn? Hvað átti að standa á honum? Hvað með flutning á styttunni?
Í ljós hefur komið afar áhugaverð og spennandi saga sem að mestu gerist í Kaupmannahöfn.Viðburðir vegna 150 ára afmælisins

Fyrirlesturinn „Þegar Danir gáfu Íslendingum Thorvaldsen“ er öllum opinn.
Boðið verður upp á kaffi og heitar eplaskífur.

Lesa meira

12.11.2024 : Bæna og kyrðarstund

Íslenski söfnuðurinn verður með bæna og kyrrðarstund í Jónshúsi 17. nóvember kl. 17 þar sem við komum saman og minnumst látinna ástvina

Lesa meira

6.11.2024 : Aðalfundur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn

Föstudaginn 8. nóvember 2024, kl. 17:30 í Jónshúsi.

Dagskrá fundar samkvæmt 7. grein samþykkta félagsins. Skuldlausir félagar frá reikningsárinu 2022-2023 hafa atkvæðisrétt og kjörgengi.

Dagskrá:
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar.
Framlagning reikninga.
Kosningar í stjórn og nefndir.
Kosning skoðunarmanns reikninga.
Ákvörðun ársgjalds.
Önnur mál.

Það verða léttar veitingar í boði og að sjálfsögðu eru allir velkomnir – vonumst til að sjá sem flest.

Stjórnin

4.11.2024 : Fræðimaður segir frá

Miðvikudaginn 6. nóvember mun Lilja Árnadóttir sem nú er fræðimaður í Jónshúsi halda erindi sem ber heitið MIÐALDALÍKNESKIN.

Allir velkomnir
Aðgangur ókeypis

Boðið upp á vöfflur með kaffinu.

Lesa meira

10.10.2024 : Fyrsta heimsókn forsetahjóna og konungshjóna í Jónshús

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, Friðrik X Danakonungur og Mary Elizabeth Danadrottning heimsóttu Jónshús í dag í tilefni ríkisheimsóknar forseta Íslands og eiginmanns til Danmerkur. Var þetta fyrsta heimsókn dansks þjóðhöfðingja í Jónshús.

Lesa meira

7.10.2024 : Ríkisheimsókn til Danmerkur

Í tilefni af opinberri ríkisheimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur og eiginmanns hennar, Björns Skúlasonar, munu forsetahjónin leggja leið sína í Jónshús á morgun, þriðjudaginn 8. október kl. 11.55.

Í för með þeim verða dönsku konungshjónin, Frederik X og Mary, utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, forseti danska þingsins, Søren Gade og fleiri góðir gestir.

Af þessum sökum verður Jónshús lokað á morgun til kl. 15.

 

4.10.2024 : Auglýst eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2025

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2025. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 4. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

29.9.2024 : Íslensk messa í Esjaskirkju

Sunnudaginn 29. sept kl. 13.
Sunnudagskaffi í Jónshúsi kl. 14:15

Aðgangur 50 kr. 

24.9.2024 : Icelandair félagsvist

Föstudaginn 27. september.
Húsið opnar kl. 18.30., á slaginu 19 er byrjað að spila.

Allir geta spilað félagsvist.Spilaðar verða 4 umferðir.

Lesa meira

3.9.2024 : Kaffihúsamessa í Jónshúsi

Það var húsfyllir í Jónshúsi á sunnudaginn á kaffihúsamessu Íslenska Safnaðarins. Sérstakir gestir voru meðlim kirkjukórs Grundafjarðarkirkju sem leiddi söng.

Lesa meira

28.8.2024 : Kaffihúsamessa í Jónshúsi

Á sunnudaginn, 1. september kl. 13 verður fyrsta messa haustsins í Jónshúsi. Við hlökkum til að sjá sem flesta í notalegri stund. Við fáum heimsókn frá Kirkjukór Grundarfjarðar sem mun leiða sönginn. 

Njótum þess að syngja saman, biðja, hlusta á hugleiðingu og auðvitað drekka kaffi og borða kökubita.

 

Verið öll velkomin!

14.8.2024 : Ferming 2025?

Kynningarfundur þriðjudaginn 27. ágúst kl. 18:30 í Jónshúsi
Foreldrar og verðandi fermingarbörn velkomin 

Lesa meira

5.8.2024 : Sumarhittingur Garnaflækjunnar

Þriðjudaginn 6. ágúst kl. 17 í Kongens have á kaffihúsinu Herkules.

Nánar um viðburðinn hér. 

Síða 3 af 27