Fréttir og tilkynningar (Síða 16)

Fyrirsagnalisti

24.10.2017 : Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2018

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 3. janúar til 18. desember 2018. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 30. október næstkomandi. Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss.

Lesa meira
Falki-stor

20.10.2017 : Aðalfundur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn

Hefur þú áhuga á að taka þátt í félagsstarfi? Hefur þú áhuga á að hafa áhrif á það sem er að gerast í samfélagi Íslendinga í Kaupmannahöfn? 

Nú er tækifærið til að hafa áhrif og mæta á aðalfundinn föstudaginn 27.október. 

Lesa meira
Inga Lísa

10.10.2017 : "Hugsað heim"

Í dag klukkan 16:00 til 18:00 opnun ljósmyndarsýningar Ingu Lísu Middelton.

Upplagt að koma við í Jónshúsi áður en haldið er á Kulturnatten.

 Verið velkomin.

 

Lesa meira

28.9.2017 : Kjélling í myndlistarheiminum

Haustfundur Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku er í kvöld.  Þar mun myndlistarkonan Kristín Gunnlaugsdóttir , sem nýverið opnaði sýninguna SuperBlack á Norðurbryggju, segja frá sýningunni einnig mun hún fjalla um það hverning það er að vera kona í myndlistarheiminum, að harka sem einstæð móðir, og að mála drottingar og ekki prinsessur. 

Lesa meira
Maranges

21.9.2017 : Guðsþjónusta í Skt Pauls kirkju

Sunnudagskaffihlaðborð kl. 15:00 allir velkomnir.

Lesa meira

19.9.2017 : Tónleikar á íslensku og rússnesku

Söngurinn ómaði í Jónshúsi á laugardaginn. Þeir sem lögðu leið sína á tónleikana urðu ekki fyrir vonbrigðum.

Lesa meira
Töfrar ástarinnar

15.9.2017 : Töfrar ástarinnar - tónleikar í Jónshúsi

Rússnesk og íslensk sönglög. 

Á efnisskránni má heyra lög eftir Glinka, Rachmaninov og Kaldalóns svo eitthvað sé nefnt.

Verð: 75 kr og 50 kr fyrir námsmenn og með fylgir vínglas og íslenskt súkkulaði.

Miðar verða seldir við innganginn.

Allir hjartanlega velkomnir!

 

14.9.2017 : Fréttabréf Jónshúss

Jónshús sendir út fréttabréf þar sem sagt er frá því helsta sem er um að vera í húsinu hverju sinni, auk þess sem vakin er athygli á viðburðum sem Íslendingar standa að í Kaupmannahöfn. 

Fréttabréfið er sent í tölvupósti þrisvar til fjórum sinnum í mánuði. Þeir sem áhuga hafa á að fá fréttabréfið sent geta skráð sig á póstlista á heimasíðu Jónshúss.

Lesa meira

13.9.2017 : Barnakór í Jónshúsi

Átt þú barn á aldrinum 6 – 12 ára sem hefur gaman af því að syngja?

Verið er að leita af stelpum og strákum til að syngja í Íslenska barnakórnum í Kaupmannahöfn.

Æfingar verða í Jónshúsi á fimmtudögum. 

Lesa meira
Bókasafn

1.9.2017 : Bókasafnið í Jónshúsi

Í Jónshúsi er til mikið af bókum. Bækur eru á öllum hæðum, þó flestar í kjallara hússins. Nú er búið að skrá yfir 7000 bækur eftir nútímalegu kerfi, til að finna út hvaða bækur eru til og hvar þær er í húsinu.

Lesa meira

24.8.2017 : Fræðimaður segir frá; Votplötur á tölvuöld

Fimmtudaginn 31. ágúst klukkan 17.15 ætlar Höður Geirsson fræðimaður í Jónshúsi að segja frá hverning elstu ljósmyndaaðferðirnar sköpuðu þær myndir sem varðveist hafa frá þessum tíma.

Allir velkomnir 

Lesa meira

22.8.2017 : Íslenskuskólinn

Kennsla hefst á laugardaginn 26. ágúst. Mæting hjá yngri deild klukkan 9:15 og eldri deild klukkan 12:00 - 16:00.

Lesa meira
IMG_5799

8.8.2017 : Íslenskuskólinn í Jónshúsi

Kynning á skólastarfi vetrarins verður haldin fyrir nemendur og foreldra þann 19. ágúst frá klukkan 11-12 í Jónshúsi.

Lesa meira
Skólaárið 2016 -2017

20.6.2017 : Íslenskuskólinn - móðurmálskennsla

Skráning fyrir skólaárið 2017 - 2018 stendur yfir. 

Lesa meira

15.6.2017 : Þjóðhátíð Íslendinga í Kaupmannahöfn 2017

Laugardaginn 17. júní frá klukkan 13:00 til 17:00.Femøren Amager Strandpark.

Lesa meira

7.6.2017 : Ísland - Króatía

ÍFK stendur fyrir beinni útsendingu á landsleik Íslands og Króatíu í forkeppni HM 2018 í fótbolta. Í Jónshúsi, á breiðtjaldi með íslenskri lýsingu RÚV. Ískaldur bjór og gos til sölu á vægu verði. Húsið verður opnað kl. 20:00. 

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Lesa meira

5.6.2017 : Íslensk guðsþjónusta og vöfflukaffi

Í dag annan dag hvítasunnu er íslenskt guðsþjónusta í Skt Pauls kirkju kl. 14:00 að lokinni guðsþjónustu er vöfflukaffi í Jónshúsi.

Allir velkomnir

30.5.2017 : Prjónakaffi Garnaflækjunnar

GarnaflaekjanSíðasta prjónakaffi Garnaflækjunnar fyrir sumarfrí er í dag 1. júní kl. 18:30.Allir velkomnir, skráning hér.

26.5.2017 : Íslenskir kórar frá Íslandi heimsækja Kaupmannahöfn

Íslenski Kvennakórinn og kvennakórinn Dóttir halda tónleika með gestakórum.

Lesa meira

19.5.2017 : Úthlutun fræðimannsíbúðar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2017 til ágústloka 2018. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 29 verkefnum.

Lesa meira
Síða 16 af 27