Fréttir og tilkynningar (Síða 15)

Fyrirsagnalisti

8.3.2018 : Njótum og nærumst í núvitund

Þriðjudaginn 13. mars klukkan 19.30 kemur Ragga Nagli  í Jónshús og heldur fyrirlestur um hvernig við getum nærst í núvitund.

Á þessu námskeiði er sálfræðileg nálgun á mataræði með hugarfarsbreytingu, frekar en einungis að breyta hegðun eins og flest matarplön gera ráð fyrir.

Lesa meira

1.3.2018 : Íslenskur karlakór

Áhugi Íslendinga á að syngja í kór er mjög mikill. Nú eru fimm mismunandi kórar sem æfa í Jónshúsi. Í janúar hóf göngu sína Íslenskur karlakór. Næsta æfing er miðvikudaginn 7.mars.

Lesa meira
Jónshús -  haust

27.2.2018 : Nýtt fréttabréf

Dagskráin í mars er mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.
Til að fá fréttabréfið í tölvupósti þarf að skrá sig heimasíðu Jónshúss.  

Lesa meira
Spilavist

20.2.2018 : Félagsvist

Næsta ICELANDAIR-vist (félagsvistin), verður á föstudagskvöldið 23. febrúar, stundvíslega kl. 19:30 í Jónshúsi.

Lesa meira

15.2.2018 : Sunnudagaskólinn í Jónshúsi

Eitt af föstum liðum sem eru á dagskrá  Jónshúss er Sunnudagaskólinn. Það eru þær stöllur Ásta, Katrín og Sóla sem standa að sunnudagaskólanum í samstarfi við íslenska prestinn í Danmörku sr. Ágúst Einarsson

Næst er sunnudagaskóli sunnudaginn 18.febrúar kl. 13:00.

Lesa meira
Foreldramorgunn

30.1.2018 : Foreldramorgunn í Jónshúsi

Mömmumorgunn fær nýtt nafn og heitir nú Foreldramorgunn í Jónshúsi.

Lesa meira
Spilavist

24.1.2018 : ICELANDAIR-vist (félagsvist)

Verður á föstudagskvöldið 26. janúar, stundvíslega kl. 19:30 í Jónshúsi.

Lesa meira
Bókasafn

10.1.2018 : Bókasafnið

Nú er búið að skrá allar bækurnar sem til eru í Jónshúsi og eru þær alls 8739 bækur.

Flestar bækurnar er að finna á bókasafninu sem er staðsett í kjallara hússins. Þar er að finna gott úrval af gömlum og nýjum bókum. 

Hér er hægt að skoða hvaða bækur eru til og hvar þær eru að finna í húsinu. 

Lesa meira

7.1.2018 : DANSK - ISLANDSK FOND

Auglýsir eftir umsóknum 

Markmið sjóðsins er að styrkja tengingu milli Danmerkur og Íslands. Þeir sem hafa hug á að sækja um geta óskað eftir umsóknareyðublaði með því að senda póst á [email protected] .

 

Lesa meira
Sunnudaskóli 7. jan

5.1.2018 : Sunnudagaskóli

Sunnudaginn 7. janúar kl. 13:00. 

Sunnudagaskólinn hefur verið vel sóttur það sem af er vetri.

Í Sunnudagaskólanum heyra börnin m.a. sögu, syngja og eitt og annað skemmtilegt er á dagskrá. 

Lesa meira
Annnáll 2017

31.12.2017 : Gleðilegt ár!

Viðburðarríkt ár er senn að renna skeið sitt á enda.  Starfsemin í húsinu hefur verið öflug og fjölmargir komu í heimsókn á árinu, einu sinni eða oftar. Hér er stiklað á stóru.

Lesa meira
Guðsþjónusta

26.12.2017 : Hátíðarguðsþjónusta

Hátíðarguðsþjónusta verður annan jóladag 26. desember kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju.  

Jólakórinn leiðir söng undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur.

Hátíðartón Bjarna Þorsteinssonar.

Orgelleikur: Stefán Arason.

Prestur sr. Ágúst Einarsson.

Lesa meira

22.12.2017 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins almanaksárið 2018. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 31 verkefni. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:  

Lesa meira

12.12.2017 : Jólastund með Stöku í kvöld

Kvöldið sem fyrsti jólasveinn Stekkjastaur kom til byggða. Jólasveinarnir, Grýla, Leppalúði og jólakötturinn verða í sviðsljósinu á meðan þið hin sötrið hinar einStöku heimagerðu Stöku – glögg og raðið í ykkur heitum eplaskífum sem hægt verður að kaupa á mjög hagstæðu verði.

 Staka kemur ykkur í hið sér íslenska jólaskap í Jónshúsi í kvöld kl. 19:30 – 21:30.

 Allir velkomnir

Aðventustund 2017

5.12.2017 : Aðventuhátíð

Í dag klukkan 14:00.

Aðventuhátíð  í Skt Pauls kirkju.
Fjölbreytt jólaleg dagskrá fyrir alla fjölskylduna.


Hugvekju flytur Helga Soffía Konráðsdottir prófastur í Reykjavík.
Ágúst Einarsson stýrir samkomunni.

Heitt súkkulaði í boði í Jónshúsi eftir aðventuhátíðina.

 

Lesa meira

30.11.2017 : Jólamarkaður

Hinn árlegi íslenski jólamarkaður í Jónshúsi verður haldinn sunnudaginn 3.desember, frá  klukkan 13:00  til 17:00.

Eitt og annað íslenskt verður á boðstólnum.

Kvennakórinn verður með veitingasölu.

Hér er yfirlit yfir þá sem taka þátt næsta sunnudag.

Lesa meira

20.11.2017 : Kvennakórinn Dóttir

Heldur vetrartónleika með jólaívafi þann 23. nóvember kl:18 á Nordatlantens Brygge. 

Lesa meira
Kvennakórinn í Kaupmannahöfn

2.11.2017 : Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn fagnar 20 ára afmæli

Það er alltaf stuð í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldum. Þegar 20 konur í Íslenska Kvennakórnum æfa undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur. Í ár á kórinn stórafmæli.

Kórinn heldur tónleika laugardaginn 11.nóvember.

Allir velkomnir.

Lesa meira
Jónshús -  haust

1.11.2017 : Fjölbreytt dagskrá á morgun 2. nóvember.

Mömmumorgunn, prjónakaffi og bókakvöld.

Lesa meira
Síða 15 af 27