Fréttir og tilkynningar (Síða 15)
Fyrirsagnalisti
Forseti Alþingis, forsætisnefnd og úthlutunarnefnd fræðimannaíbúða heimsóttu Jónshús í apríl.
Einu sinni á kjörtímabili heimsækir forseti Alþingis og forsætisnefnd Jónshús til að skoða húsið og kynna sér starfsemi hússins.
Lesa meira
Tryggvi Ólafsson hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2018
Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 19. apríl, á sumardaginn fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta og Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur flutti hátíðarræðu dagsins.
Lesa meira
Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn
Í dag kl. 16.30. Verið velkomin.
Dagskrá
- Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setur hátíðina.
- Kórinn Staka flytur íslenska tónlist.
- Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur flytur hátíðarræðu.
- Kórinn Staka flytur íslenska tónlist.
- Forseti Alþingis afhendir Verðlaun Jóns Sigurðssonar.
- Kórinn staka flytur lag í tilefni sumardagsins fyrsta.
Léttar veitingar að lokinni dagskrá.
Karl M. Kristjánsson, formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, stjórnar dagskrá.
Lesa meira
Hugsað heim
Frá því í haust hefur sýning Ingu Lísu Middelton, Hugsað heim, prýtt veggina í Jónshúsi. Nú fer að líða að því að sýningin verði tekin niður, nánar tiltekið þann 15. apríl næstkomandi.
Lesa meira
Auglýst er eftir umsóknum um dvöl fræðimanns í Jónshúsi árið 2018 - 2019
Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Lesa meira
Njótum og nærumst í núvitund
Þriðjudaginn 13. mars klukkan 19.30 kemur Ragga Nagli í Jónshús og heldur fyrirlestur um hvernig við getum nærst í núvitund.
Á þessu námskeiði er sálfræðileg nálgun á mataræði með hugarfarsbreytingu, frekar en einungis að breyta hegðun eins og flest matarplön gera ráð fyrir.
Íslenskur karlakór
Áhugi Íslendinga á að syngja í kór er mjög mikill. Nú eru fimm mismunandi kórar sem æfa í Jónshúsi. Í janúar hóf göngu sína Íslenskur karlakór. Næsta æfing er miðvikudaginn 7.mars.
Lesa meiraNýtt fréttabréf
Dagskráin í mars er mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.
Til að fá fréttabréfið í tölvupósti þarf að skrá sig heimasíðu Jónshúss.
Félagsvist
Næsta ICELANDAIR-vist (félagsvistin), verður á föstudagskvöldið 23. febrúar, stundvíslega kl. 19:30 í Jónshúsi.
Lesa meira
Sunnudagaskólinn í Jónshúsi
Eitt af föstum liðum sem eru á dagskrá Jónshúss er Sunnudagaskólinn. Það eru þær stöllur Ásta, Katrín og Sóla sem standa að sunnudagaskólanum í samstarfi við íslenska prestinn í Danmörku sr. Ágúst Einarsson.
Næst er sunnudagaskóli sunnudaginn 18.febrúar kl. 13:00.
Lesa meira
Foreldramorgunn í Jónshúsi
Mömmumorgunn fær nýtt nafn og heitir nú Foreldramorgunn í Jónshúsi.
Lesa meira
ICELANDAIR-vist (félagsvist)
Verður á föstudagskvöldið 26. janúar, stundvíslega kl. 19:30 í Jónshúsi.
Lesa meiraBókasafnið
Nú er búið að skrá allar bækurnar sem til eru í Jónshúsi og eru þær alls 8739 bækur.
Flestar bækurnar er að finna á bókasafninu sem er staðsett í kjallara hússins. Þar er að finna gott úrval af gömlum og nýjum bókum.
Hér er hægt að skoða hvaða bækur eru til og hvar þær eru að finna í húsinu.
Lesa meiraDANSK - ISLANDSK FOND
Auglýsir eftir umsóknum
Markmið sjóðsins er að styrkja tengingu milli Danmerkur og Íslands. Þeir sem hafa hug á að sækja um geta óskað eftir umsóknareyðublaði með því að senda póst á [email protected] .
Lesa meira
Sunnudagaskóli
Sunnudaginn 7. janúar kl. 13:00.
Sunnudagaskólinn hefur verið vel sóttur það sem af er vetri.
Í Sunnudagaskólanum heyra börnin m.a. sögu, syngja og eitt og annað skemmtilegt er á dagskrá.
Lesa meira
Gleðilegt ár!
Viðburðarríkt ár er senn að renna skeið sitt á enda. Starfsemin í húsinu hefur verið öflug og fjölmargir komu í heimsókn á árinu, einu sinni eða oftar. Hér er stiklað á stóru.
Lesa meiraHátíðarguðsþjónusta
Hátíðarguðsþjónusta verður annan jóladag 26. desember kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju.
Jólakórinn leiðir söng undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur.
Hátíðartón Bjarna Þorsteinssonar.
Orgelleikur: Stefán Arason.
Prestur sr. Ágúst Einarsson.
Lesa meiraÚthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins almanaksárið 2018. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 31 verkefni. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:
Lesa meira