Fræðimaður segir frá
Þar sem Jónshús er vettvangur margvíslegrar menningar- og félagsstarfsemi Íslendinga á Hafnarslóð sem byggist á sjálfboðastarfi og áhuga á að efla samfélag Íslendinga í Kaupmannahöfn. Þá er það skemmtileg viðbót við starfið í húsinu þegar fræðimenni leggja sitt að mörkum með að gefa okkur sem búa hér tækifæri á að heyra frá verkefnum þeirra. Undanfarið hafa fræðimenn sem hafa verið í húsinu haldið erindi undir nafninu „Fræðimaður segir frá“ og hafa þau vakið athygli.
Að jafnaði dvelja 22 fræðimenn ár hvert í Jónshúsi. Hver fræðimaður dvelur að jafnaði í fjórar vikur í húsinu.
Nóvember 2024
Fræðimaður segir frá, Lilja Árnadóttir
MIÐALDALÍKNESKIN
Lilja dvelur þessi dægrin með sérfræðingum í Þjóðminjasafni Dana í því skyni að safna saman upplýsingum um gerð miðaldalíkneskja, uppruna þeirra og aldur. Markmiðið er að leitast við að tímasetja sem best útskorin líkneski sem varðveitt eru í Þjóðminjasafni Íslands.Lilja sýndi myndir af völdum varðveittum gripum og fjallaði um þá.Íslenskar kirkjur voru á fyrri öldum prýddar áhöldum og skrúða. Það eru líkneski, margs konar textílar og klæði og altaristöflur. Gamlir gripir hafa varðveist fram á okkar daga en ritaðar heimildir vitna um eigur kirkna fyrr á öldum.Hér eru nokkrar myndir frá skemmtilegum og áhugaverðum viðburði frá því í á miðvikudaginn þar sem Lilja Árnadóttir, fræðimaðurinn sem nú dvelur í Jónshúsi, hélt erindi.
Gaman að var að sjá hvað margir lögðu leið sína í Jónshús. Fyrir erindið var boðið upp á vöfflur sem þær Kolbrún, Regina og Vala úr stjórn Heldriborgara sáu um að útbúa.Jónshús færir Lilju bestu þakkir fyrir áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur.
______________________________________________________________________________________________
Október 2021
Fræðimaður segir frá, Páll Baldvin Baldvinsson, sagnfræðingur.
Páll Baldvin Baldvinsson sagði frá rannsóknarverkefnum sínum, Stríðsárin og Síldarrárin sem komu út 2015 og 2018. Jafnframt gerði hann grein fyrir dvöl sinni í fræðimannsíbúð i Jónshúsi.
Ágúst 2021
Hinsegin huldukonur: Um graðar konur og rómantíska vináttu fyrr á öldum
Hjónin og samstarfsfélagarnir Ásta Kristín Benediktsdóttir lektor í íslenskum samtímabókmenntum og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur fjölluðu um hinsegin huldukonur á Íslandi á 18. og 19. öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu, það er að segja konur sem á einhvern hátt mætti flokka sem hinsegin fyrir tíma nútímasjálfsmyndarhugtaka.
Júní 2021
Fræðimaður segir frá, eldsumbrotin í Geldingadölum
Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, hefur fylgst með gosinu frá því það hófst.
Ólafur hét kynningu á eldsumbrotunum í Jónshúsi. Þar sýndi hann tvö stutt myndbönd um gosið, ræddi þennan jarðfræðilega viðburð, og svaraði mörgum spurningum. Hann hafði með í för sýni af yngsta bergi á jörðinni fyrir þátttakendur að skoða og handleika.
Lesa meira
,,Spor miðalda í íslenskum útsaumi”
Lilja Árnadóttir er sérfræðingur á Þjóðminjasafni Íslands og nýtir hún dvöl sína í Jónshúsi til lokafrágangs á riti um íslensku refilsaumuðu altarisklæðin.
Nóvember 2019
Endurfundir við Nicoline Weywadt, fyrsta kvenljósmyndarann á Íslandi
Inga Lára Baldvinsdóttir hefur starfað í tæpa þrjá áratugi við Þjóðminjasafn Íslands og sinnt varðveislu ljósmyndasafnsins þar.
Október 2019
Öðruvísi útvaldir synir. Hinsegin kynverund og róttækar hugmyndir hjá einum árgangi íslenskra stúdenta á 19. öld
Þorsteinn Vilhjálmsson er sjálfstætt starfandi fræðmaður hjá ReykjavíkurAkademíunni.
Júní 2019
Með frelsisskrá í föðurhendi – um varðveislusögu stjórnarskráa Íslands
- Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri upplýsinga- og skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands
Ferðaleiðir fyrr á öldum yfir Vatnajökul
- Hjörleifur Guttormsson er sjálfstætt starfandi náttúrufræðingur og rithöfundur.
Maí 2019
Spánska veikin á Íslandi 1918 og drepsóttir 19. aldar
- Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Mars 2019
Geirfuglinn
- Gisli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.
Október 2018
Streituskólinn
- Dr. Ólafur Þór Ævarsson
Ágúst 2018
Guðrún og Ámundi
- Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður
Ágúst 2018
Hilmar og hvalirnir
- Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands
Ágúst 2017
Votplötur á tölvuöld
- Hörður Geirsson ljósmyndasérfræðingur
Apríl 2017
Henging, hýðing eða betrun
- Hjörleifur Stefánsson arkitek
Sögustund og söngur
- Margrét Gunnarsdóttir sagnfræðingur
Stórabóla, útbreiðsla og afleiðingar
- Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður