Fréttir og tilkynningar (Síða 12)
Fyrirsagnalisti
Íslensk guðjónusta kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju með heimsókn frá Íslandi
Á sunnudaginn fær íslenski söfnuðurinn góða heimsókn frá Sauðarkróki. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur Sauðárkrókskirkju mun þjóðna til altaris og kirkjukór Sauðárkrókskirkju mun syngja undir stjórn Rögnvalds Valberssonar. Rögnvaldur og Sólveig Anna Aradóttir sjá um orgelleik.
Kvennakórinn í Kaupmannahöfn tekur lagið undir stjórn Steinars Loga.
Lesa meira
„Öðruvísi útvaldir synir. Hinsegin kynverund og róttækar hugmyndir hjá einum árgangi íslenskra stúdenta á 19. öld.“
Fræðimaður segir frá
Þorsteinn Vilhjálmsson sem nú dvelur í Jónshúsi.
Þriðjudaginn 8. október kl. 17.00
Allir velkomnir.
Íslenski barnakórinn í Jónshúsi
Íslenski barnakórinn hefur starfsemi sína að nýju í dag laugardaginn 5. október.
Nú stendur yfir leit að stelpum og strákum til að syngja kórnum. Eins og undanfarin ár mun Sóla stjórna kórnum.
Æfingar eru alla laugardaga frá kl. 12.00 til 13.00 í Jónshúsi.
Lesa meira
Aðalfundur íslenska safnaðarins í Danmörku
Verður haldinn þriðjudaginn 8. október í Jónshúsi kl 18.00.
Lesa meira
Félag heldri borgara – 60plús
Velheppnaður stofnfundur Félags heldri borgara – 60plús, var haldinn í Jónshúsi miðvikudaginn 18. september.
Það er greinilegur áhugi á að stofna hóp, fyrir fólk 60 ára og eldri sem hefur tíma á daginn til að hittast.
Rúmlega 30 manns sóttu fundinn.
Lesa meiraFélag heldri borgara - 60plús
Sú hugmynd hefur komið upp að stofna Félag heldri borgara, 60 ára og eldri með það að markmiði að sameina Íslendinga á besta aldri sem hættir eru að vinna og búa á Kaupamannahafnarsvæðinu (öllum opið).
Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 18. september kl. 13. í Jónshúsi
Lesa meiraSafnaðarstarfið hefst í dag
Sunnudagaskóli kl. 11:15, kynningarfundur um fermingarfræðslu kl. 12:00, íslensk guðsþjónusta kl. 14:00 í Skt Pauls kirkju og sunnudagskaffi í Jónshúsi kl. 15:00.
Lesa meira
Orðabók Blöndals þá og nú
Frá prentaðri orðabók til stafrænnar útgáfu
Föstudaginn 13. september kl. 17:00.
Fyrirlesarar eru Halldóra Jónsdóttir og Árni Davíð Magnússon, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Dansk Islandsk Samfund.
Fræðimenn segja frá
Eiríkur Örn Arnarson og Hrafn Harðarson eru fræðimennirnir sem nú dvelja í Jónshúsi. Þeir mun halda kynningar á verkefnum sínum á fimmtudaginn 22. ágúst frá klukkan 17.00 til 18.30.
Allir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis.
Bókakynning - Úrval ljóða
Verið velkomin á ljóðabókakynningu Dansk íslenska félagsins í Jónshúsi.
Laugardaginn 17. ágúst kl. 15:30 - 17:00.
Aðgangur ókeypis.
Viðburðinn fer fram á dönsku og íslensku.
Sigurlín Sveinbjarnardóttur formaður Dansk íslenska félagsins flytur erdindi á íslensku.
Pia Tafdrup og Sigríður Helga lesa upp úr þessari nýútkomnu bók.
Íslenskuskólinn
Íslensk börn í 0. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu á laugardögum í Jónshúsi.
Kennsla hefst með skólasetningu laugardaginn 17. ágúst kl. 11.00.
Kaupmannahafnar Kommunan býður börnum á grunnskólaaldri sem eru með lögheimili í Kaupmannhöfn upp á ókeypis móðurmálskennslu. Börn sem búa í ekki í Kaupmannhöfn hafa líka rétt á þessari kennslu, en þurfa sækja um hjá sinni Kommunu.
Nánari upplýsingar á heimasíðu kk.dk
Lesa meiraJónshús lokað vegna sumarleyfa.
Fræðimenn segja frá
Hjörleifur Guttormsson og Njörður Sigurðsson eru fræðimennirnir sem nú dvelja í Jónshúsi. Þeir mun halda kynningar á verkefnum sínum á þriðjudaginn, 25. júní frá klukkan 17.00 til 18.30. Allir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2019 til ágústloka 2020.
Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 43 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:
Lesa meiraÞjóðhátíð Íslendinga í Kaupmannahöfn
Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn býður til þjóðhátíðarskemmtunar á Femøren, Amager Strandpark, laugardaginn 15. júní kl. 13:00
Lesa meiraHátíðarguðsþjónusta og kaffihlaðborð.
Mánudaginn 10. júní annan hvítasunnudag.
Lesa meira
Sumartónleikar með kvennakórnum Dóttur og karlakórnum Hafnarbræðrum
Fimmtudaginn 6. júní klukkan 19:30 í Sct Antreas Kirke, Gothersgade 148 Kaupmannahöfn.Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Móðurmálskennsla - Íslenskuskólinn í Jónshúsi
Skráning í skólann fyrir skólaárið 2019 - 2020 er hafin.
Lesa meira